Standa fyrir vísindadegi Stefán Árni Pálsson skrifar 12. mars 2014 15:30 Jarðhitanýting hér á landi og áhrif hennar verða í brennisdepli. visir/gva Föstudaginn 14. mars gangast Orkuveita Reykjavíkur og Orka náttúrunnar fyrir vísindadegi, þar sem kynntar verða niðurstöður 18 rannsókna sem færir vísindamenn hafa unnið í samstarfi við fyrirtækin. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur. Jarðhitanýting hér á landi og áhrif hennar eru í brennisdepli. Áberandi í dagskránni eru rannsóknir á brennisteinsvetni frá jarðvarmavirkjunum, útbreiðslu þess og áhrifum en á næstu vikum verður gangsett gasskiljustöð við Hellisheiðarvirkjun sem hefur það hlutverk að draga úr umhverfisáhrifum jarðhitanýtingarinnar. Vísindadagurinn verður að Bæjarhálsi 1, stendur frá 9-15:40 og aðgangur er ókeypis.Fimmtán erindi og kynningar að auki Umhverfisrannsóknir eru fyrirferðarmestar á Vísindadeginum enda hafa áhrif jarðhitanýtingar á náttúru, samfélag og jarðhitaforðann verið mjög í deiglu síðustu misseri. Rannsóknirnar ná ekki eingöngu til virkjanasvæða heldur líka til jarðhitaforða hitaveitna. Langstærsti hluti jarðhitanýtingar hér á landi er til húshitunar og mikilvægt að gætt sé að því að framleiðsla ýmissa smærri hitaveitna sé í takti við afköst jarðhitasvæðanna sem þær nýta. Tvö erindi á Vísindadeginum snúa að jarðskjálftavirkni í tengslum við niðurdælingu vinnsluvatns frá Hellisheiðarvirkjun.Flóð í miðbænum? Sagan geymir frásagnir af sjávarflóðum í Reykjavík, ólíkt tröllslegri en þeim sem sletta þangi og grjóti yfir Ánanaustin öðru hverju. Eitt erindanna fjallar um hvernig við erum í stakk búin að bregðast við svoleiðis hamförum og hvaða áhrif flóð af þessu tagi gætu haft í Kvosinni, þar sem byggð stendur einna lægst í höfuðborginni. Anna Heiður Eydísardóttir, verkfræðingur á Eflu verkfræðistofu, hefur verið að kanna þessi mál og hvernig megi verjast stórfelldu tjóni. Hún flytur erindi á Vísindadeginum. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Sjá meira
Föstudaginn 14. mars gangast Orkuveita Reykjavíkur og Orka náttúrunnar fyrir vísindadegi, þar sem kynntar verða niðurstöður 18 rannsókna sem færir vísindamenn hafa unnið í samstarfi við fyrirtækin. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur. Jarðhitanýting hér á landi og áhrif hennar eru í brennisdepli. Áberandi í dagskránni eru rannsóknir á brennisteinsvetni frá jarðvarmavirkjunum, útbreiðslu þess og áhrifum en á næstu vikum verður gangsett gasskiljustöð við Hellisheiðarvirkjun sem hefur það hlutverk að draga úr umhverfisáhrifum jarðhitanýtingarinnar. Vísindadagurinn verður að Bæjarhálsi 1, stendur frá 9-15:40 og aðgangur er ókeypis.Fimmtán erindi og kynningar að auki Umhverfisrannsóknir eru fyrirferðarmestar á Vísindadeginum enda hafa áhrif jarðhitanýtingar á náttúru, samfélag og jarðhitaforðann verið mjög í deiglu síðustu misseri. Rannsóknirnar ná ekki eingöngu til virkjanasvæða heldur líka til jarðhitaforða hitaveitna. Langstærsti hluti jarðhitanýtingar hér á landi er til húshitunar og mikilvægt að gætt sé að því að framleiðsla ýmissa smærri hitaveitna sé í takti við afköst jarðhitasvæðanna sem þær nýta. Tvö erindi á Vísindadeginum snúa að jarðskjálftavirkni í tengslum við niðurdælingu vinnsluvatns frá Hellisheiðarvirkjun.Flóð í miðbænum? Sagan geymir frásagnir af sjávarflóðum í Reykjavík, ólíkt tröllslegri en þeim sem sletta þangi og grjóti yfir Ánanaustin öðru hverju. Eitt erindanna fjallar um hvernig við erum í stakk búin að bregðast við svoleiðis hamförum og hvaða áhrif flóð af þessu tagi gætu haft í Kvosinni, þar sem byggð stendur einna lægst í höfuðborginni. Anna Heiður Eydísardóttir, verkfræðingur á Eflu verkfræðistofu, hefur verið að kanna þessi mál og hvernig megi verjast stórfelldu tjóni. Hún flytur erindi á Vísindadeginum.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent