Lífið

Jessica Simpson undirbýr brúðkaupið

Jessica Simpson og fyrrum NFL-stjarnan Eric Johnson, hafa ákveðið að gifta sig í Kaliforníu í kringum þjóðhátíðardag Bandaríkjamanna, hinn 4. júlí.

Simpson og Johnson trúlofuðu sig í nóvember árið 2010 en saman eiga þau, hina tveggja ára Maxwell og hinn 10 mánaða Ace. Þá herma slúðurfregnirnar að Simpson ætli ekki að klæðast hvítum kjól á brúðkaupsdaginn.

Söngkonan greindi nýverið frá því að brúðkaupsundirbúningurinn gengi afar vel. „Við förum alveg að senda út boðskortinu. Ég er búin að vera mjög vandlát í öllum undirbúningi en ég vil að allt gangi vel. Þetta verður klárlega stór viðburður.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.