Vínyllinn kominn aftur margefldur 1. maí 2014 09:00 Jón Reginbald, Ómar Egill og Áskell. Mynd/Hörður Ellert Ólafsson „Við sérhæfum okkur í útgáfu hústónlistar á vínyl,“ segir Áskell Harðarson, betur þekktur sem Housekell og einn plötusnúðanna að baki íslenska útgáfufyrirtækinu BORG LTD. Ásamt Áskeli standa að BORG þeir Ómar Egill Ragnarsson og Jón Reginbald Ívarsson. „Við deilum allir drífandi áhuga á hústónlist. Fyrsta útgáfan kom út um miðjan mars – en þá gáfum við út Alex Agore, þekkt nafn innan hústónlistarheimsins.“ En er ekki furðulegt að gefa út á vínyl árið 2014? „Nei, alls ekki. Vínyllinn átti undir högg að sækja á tímabili, en eins og með alla góða hluti þá kom hann til baka og það margefldur! Þetta er miðill sem hentar plötusnúðum mjög vel, sem og söfnurum og öðrum tónlistaraðdáendum“ segir Áskell. Nú er önnur EP-plata fyrirtækisins komin út. „Það er Hollendingurinn FritsWentink og platan heitir Marienleben. Hún hefur þegar fengið mikla spilun hjá alþjóðlegum plötusnúðum og lög af henni hljómað á nokkrum stærstu skemmtistöðum heims,“ heldur hann áfram. „En nú þegar platan er komin til landsins ætlum við að bjóða til sumarveislu í Lucky Records við Rauðarárstíg í dag á milli þrjú og sex,“ segir Áskell og býður alla velkomna. „Þetta verður hústónlistarveisla og meðal annars mun vonarstjarna íslensku hústónlistarsenunnar, Viktor Birgiss, flytja frumsamda tónlist. Svo munum við allir að sjálfsögðu þeyta skífum.“ Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
„Við sérhæfum okkur í útgáfu hústónlistar á vínyl,“ segir Áskell Harðarson, betur þekktur sem Housekell og einn plötusnúðanna að baki íslenska útgáfufyrirtækinu BORG LTD. Ásamt Áskeli standa að BORG þeir Ómar Egill Ragnarsson og Jón Reginbald Ívarsson. „Við deilum allir drífandi áhuga á hústónlist. Fyrsta útgáfan kom út um miðjan mars – en þá gáfum við út Alex Agore, þekkt nafn innan hústónlistarheimsins.“ En er ekki furðulegt að gefa út á vínyl árið 2014? „Nei, alls ekki. Vínyllinn átti undir högg að sækja á tímabili, en eins og með alla góða hluti þá kom hann til baka og það margefldur! Þetta er miðill sem hentar plötusnúðum mjög vel, sem og söfnurum og öðrum tónlistaraðdáendum“ segir Áskell. Nú er önnur EP-plata fyrirtækisins komin út. „Það er Hollendingurinn FritsWentink og platan heitir Marienleben. Hún hefur þegar fengið mikla spilun hjá alþjóðlegum plötusnúðum og lög af henni hljómað á nokkrum stærstu skemmtistöðum heims,“ heldur hann áfram. „En nú þegar platan er komin til landsins ætlum við að bjóða til sumarveislu í Lucky Records við Rauðarárstíg í dag á milli þrjú og sex,“ segir Áskell og býður alla velkomna. „Þetta verður hústónlistarveisla og meðal annars mun vonarstjarna íslensku hústónlistarsenunnar, Viktor Birgiss, flytja frumsamda tónlist. Svo munum við allir að sjálfsögðu þeyta skífum.“
Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira