Lífið

„Við erum hálf dofnar af ánægju“

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Vinkvennahópurinn Fuglabjargið var sáttur undir lok dags.mynd/einkasafn
Vinkvennahópurinn Fuglabjargið var sáttur undir lok dags.mynd/einkasafn
„Við erum hálf dofnar af ánægju, þetta gekk alveg vonum framar,“ segir Svava Gunnarsdóttir en hún og vinkvennahópur hennar, Fuglabjargið stóð fyrir söfnun fyrir börn í Palestínu á sunnudag.

Söfnunin fór fram Kex Hosteli og var mikill fjöldi fólks sem kom og lagði söfnunina liði. „Það seldist eiginlega allt, við vorum til dæmis með um fimmhundruð lottómiða og þeir seldust allir en vinningarnir voru 70 talsins og allir fengnir frá ýmsum fyrirtækjum sem lögðu söfnina liði. Það hafa örugglega verið um 200 manns á staðnum hverja stund,“ segir Svava.

Allt söfnunarféð rennur beint í sjóð Rauða krossins en stúlkurnar vonast til þess að yfir hálf milljón hafi safnast.

Þá gaf fólk frjáls framlög. „Það alveg ljóst að fólki stendur ekki á sama á því ástandi sem gengur á í Palestínu.“ Til sölu var fatnaðir og ýmsar veitingar, þá voru ýmis tónlistaratriði á staðnum og ekki spillti blíðviðrið fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.