Agnes söngkona Þoku: Semur texta út frá persónulegri reynslu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 18. ágúst 2014 17:00 Agnes Björgvinsdóttir, söngkona Þoku, leggur mikið upp úr því að textarnir séu einlægir og hreinskilnir. "Þannig músík hrífur mig mest.“ Fréttablaðið/Arnþór „Það eru tveir heimar sem mætast í tónlistinni okkar, djass og klassík, sem skarast og úr verður einhvers konar dramatískur ljóðrænn bræðingur,“ segir Agnes Björgvinsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar Þoku sem vinnur nú að sinni fyrstu plötu. Hljómsveitin varð í öðru sæti í Músíktilraunum árið 2012 og var Agnes þar að auki valin söngvari keppninnar. „Við höfum lokið við allar upptökur og erum að safna fyrir eftirvinnslunni á Karolina Fund,“ útskýrir hún. Auk Agnesar eru í hljómsveitinni Reynir Hauksson gítarleikari og Atli Már Björnsson hljómborðsleikari. Þau semja texta og lög saman og því mætast ólíkir pólar í tónlistinni. „Þegar það eru svona fáir þá skipta skoðanir hvers og eins svo miklu máli. Þannig að ef einhver einn er ósáttur við eitthvað þá er það skoðað.“ „Við leggjum upp úr því að vera einlæg og hreinskilin. Það er það sem hrífur mig mest við músík,“ segir Agnes. „Við fjöllum um það sem er hverjum og einum efst í huga.“ Agnes samdi texta við lagið Fylgdu mér lengra haustið 2013 um baráttu móður sinnar við ólæknandi krabbamein. „Við vorum að plana fimmtugsafmælið hennar þarna um haustið og fengum slæmar fréttir sem höfðu gríðarleg áhrif á mig. Maður lítur öðruvísi á þetta þegar einhver nákominn manni er að berjast við eitthvað svona og maður er alveg hjálparlaus og svo koma þessi tímamót, hún að vera fimmtug, maður þakkar bara fyrir hvert ár og hvern dag.“ Lagið flutti Agnes svo í fimmtugsafmæli móður sinnar þá þegar um haustið. „Þetta var náttúrulega hádramatískt,“ segir hún og hlær. „Allir skældu, hún fór náttúrulega að skæla og ég þurfti að passa mig að horfa ekki á hana því að þá hefði ég eflaust farið að skæla líka. Ég er svo dramatísk. Þetta þarf samt ekkert að vera óður til veikrar móður, það getur hver sem er túlkað þetta á sinn hátt.“ Agnesi finnst það skila sér í flutningi þegar ort er um persónulega reynslu. „Mér finnst gaman að flytja verk og vera að segja eitthvað með því. Þú kemur á sviðið og þú skilur sálina eftir á því fyrir alla að sjá. Þó að áhorfendur þekki mig ekki þá er ég að sýna á mér hlið sem ég sýni ekkert alla daga.“ Mest lesið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Hersir og Rósa greina frá kyninu Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Lífið Fleiri fréttir Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Sjá meira
„Það eru tveir heimar sem mætast í tónlistinni okkar, djass og klassík, sem skarast og úr verður einhvers konar dramatískur ljóðrænn bræðingur,“ segir Agnes Björgvinsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar Þoku sem vinnur nú að sinni fyrstu plötu. Hljómsveitin varð í öðru sæti í Músíktilraunum árið 2012 og var Agnes þar að auki valin söngvari keppninnar. „Við höfum lokið við allar upptökur og erum að safna fyrir eftirvinnslunni á Karolina Fund,“ útskýrir hún. Auk Agnesar eru í hljómsveitinni Reynir Hauksson gítarleikari og Atli Már Björnsson hljómborðsleikari. Þau semja texta og lög saman og því mætast ólíkir pólar í tónlistinni. „Þegar það eru svona fáir þá skipta skoðanir hvers og eins svo miklu máli. Þannig að ef einhver einn er ósáttur við eitthvað þá er það skoðað.“ „Við leggjum upp úr því að vera einlæg og hreinskilin. Það er það sem hrífur mig mest við músík,“ segir Agnes. „Við fjöllum um það sem er hverjum og einum efst í huga.“ Agnes samdi texta við lagið Fylgdu mér lengra haustið 2013 um baráttu móður sinnar við ólæknandi krabbamein. „Við vorum að plana fimmtugsafmælið hennar þarna um haustið og fengum slæmar fréttir sem höfðu gríðarleg áhrif á mig. Maður lítur öðruvísi á þetta þegar einhver nákominn manni er að berjast við eitthvað svona og maður er alveg hjálparlaus og svo koma þessi tímamót, hún að vera fimmtug, maður þakkar bara fyrir hvert ár og hvern dag.“ Lagið flutti Agnes svo í fimmtugsafmæli móður sinnar þá þegar um haustið. „Þetta var náttúrulega hádramatískt,“ segir hún og hlær. „Allir skældu, hún fór náttúrulega að skæla og ég þurfti að passa mig að horfa ekki á hana því að þá hefði ég eflaust farið að skæla líka. Ég er svo dramatísk. Þetta þarf samt ekkert að vera óður til veikrar móður, það getur hver sem er túlkað þetta á sinn hátt.“ Agnesi finnst það skila sér í flutningi þegar ort er um persónulega reynslu. „Mér finnst gaman að flytja verk og vera að segja eitthvað með því. Þú kemur á sviðið og þú skilur sálina eftir á því fyrir alla að sjá. Þó að áhorfendur þekki mig ekki þá er ég að sýna á mér hlið sem ég sýni ekkert alla daga.“
Mest lesið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Hersir og Rósa greina frá kyninu Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Lífið Fleiri fréttir Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Sjá meira