Innlent

Hestur datt af kerru við Hvolsvöll

Bjarki Ármannsson skrifar
Hvolsvöllur.
Hvolsvöllur. Vísir/Vilhelm
Hestur datt af kerru við Hvolsvöll fyrr í dag og fótbrotnaði. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli tókst að flytja hann aftur á kerruna stuttu síðar.

Ekki þurfti að meta það hvort aflífa þurfti hestinn þar sem hann var hvort eð er á leið til slátrunar. Var haldið með hann beint í sláturhúsið eftir óhappið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.