Stærstu sumarlokanir í sögu SÁÁ: „Þetta bitnar á sjúklingunum'“ Bjarki Ármannsson skrifar 9. maí 2014 07:15 Þórarinn Tyrfingsson er yfirlæknir á Vogi. Vísir/Stefán Væntanlegar sumarlokanir hjá SÁÁ verða þær umfangsmestu frá upphafi. Göngudeildum í Reykjavík og á Akureyri og meðferðarheimilum á Staðarfelli og í Vík verður lokað frá 20. júní og fram í ágúst. „Þessar sumarlokanir trufla alltaf en eru að einhverju leyti óumflýjanlegar, það er erfitt að manna stöður yfir hásumartímann,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. „En það bætir í þetta að við höfum ekki peninga.“ Fjárveitingar ríkisins til Vogs og SÁÁ voru töluvert skornar niður eftir hrun. Því hefur SÁÁ undanfarin fimm ár þurft að nýta mikið af eigin sjálfsaflafé til að borga fyrir meðferðir á Vogi. Að sögn Þórarins nam þessi fjárupphæð á síðasta ári tuttugu prósentum af rekstrarkostnaði SÁÁ, eða um 200 milljónum króna. Vegna þessa hefur þurft að grípa til sparnaðaraðgerða og segir Þórarinn að Vogur hafi ekki verið rekinn á fullum krafti undanfarið. „Nú eru yfir þrjú hundruð manns á biðlista, þá fólk sem er í mikilli neyslu,“ segir Þórarinn. Hann segir sparnaðaraðgerðir sem þessar hafa augljósar neikvæðar afleiðingar í för með sér. „Þetta bitnar á sjúklingunum. Það munu fleiri falla og fallið verður þá hærra og dýrara fyrir þjóðfélagið.“ Þórarinn segist vona að starfsemi samtakanna geti hafist á ný af fullum krafti eftir sumarlokanirnar og að meira fé berist frá hinu opinbera. „Það vonum við, að vísu er mikil óvissa um framhaldið,“ segir Þórarinn. „En við höfum unnið með ríkinu undanfarin fjórtán ár með góðum árangri.“ Tengdar fréttir Loka þarf göngudeild hjá SÁÁ Loka þarf göngudeild SÁÁ í Efstaleiti og meðferðarheimilinu Vík vegna mikils taprekstrar hjá Vogi. Þetta kom fram í viðtali við Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi í Reykjavík síðdegis í gær. 11. júlí 2013 13:50 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Sjá meira
Væntanlegar sumarlokanir hjá SÁÁ verða þær umfangsmestu frá upphafi. Göngudeildum í Reykjavík og á Akureyri og meðferðarheimilum á Staðarfelli og í Vík verður lokað frá 20. júní og fram í ágúst. „Þessar sumarlokanir trufla alltaf en eru að einhverju leyti óumflýjanlegar, það er erfitt að manna stöður yfir hásumartímann,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. „En það bætir í þetta að við höfum ekki peninga.“ Fjárveitingar ríkisins til Vogs og SÁÁ voru töluvert skornar niður eftir hrun. Því hefur SÁÁ undanfarin fimm ár þurft að nýta mikið af eigin sjálfsaflafé til að borga fyrir meðferðir á Vogi. Að sögn Þórarins nam þessi fjárupphæð á síðasta ári tuttugu prósentum af rekstrarkostnaði SÁÁ, eða um 200 milljónum króna. Vegna þessa hefur þurft að grípa til sparnaðaraðgerða og segir Þórarinn að Vogur hafi ekki verið rekinn á fullum krafti undanfarið. „Nú eru yfir þrjú hundruð manns á biðlista, þá fólk sem er í mikilli neyslu,“ segir Þórarinn. Hann segir sparnaðaraðgerðir sem þessar hafa augljósar neikvæðar afleiðingar í för með sér. „Þetta bitnar á sjúklingunum. Það munu fleiri falla og fallið verður þá hærra og dýrara fyrir þjóðfélagið.“ Þórarinn segist vona að starfsemi samtakanna geti hafist á ný af fullum krafti eftir sumarlokanirnar og að meira fé berist frá hinu opinbera. „Það vonum við, að vísu er mikil óvissa um framhaldið,“ segir Þórarinn. „En við höfum unnið með ríkinu undanfarin fjórtán ár með góðum árangri.“
Tengdar fréttir Loka þarf göngudeild hjá SÁÁ Loka þarf göngudeild SÁÁ í Efstaleiti og meðferðarheimilinu Vík vegna mikils taprekstrar hjá Vogi. Þetta kom fram í viðtali við Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi í Reykjavík síðdegis í gær. 11. júlí 2013 13:50 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Sjá meira
Loka þarf göngudeild hjá SÁÁ Loka þarf göngudeild SÁÁ í Efstaleiti og meðferðarheimilinu Vík vegna mikils taprekstrar hjá Vogi. Þetta kom fram í viðtali við Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi í Reykjavík síðdegis í gær. 11. júlí 2013 13:50