Yfir 400 manns sem greiða auðlegðarskatt fá niðurfelldar skuldir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. maí 2014 13:14 Yfir 400 einstaklingar sem greiða auðlegðarskatt fá niðurfelldar skuldir samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána. Málið var afgreitt úr efnahags-og viðskiptanefnd Alþingis í morgun. Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir ranga forgangsröðun og óvönduð vinnubrögð. Málið fer þá væntanlega til annarrar umræðu á Alþingi í næstu viku en ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að almenningur eigi að geta sótt um niðurfellingu þann 15. maí.Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna gagnrýndi málið á Alþingi í morgun. „Í morgun fengum við gögn frá ríkisskattstjóra sem sýna að yfir fjögur hundruð einstaklinga sem greiða auðlegðarskatt munu fá niðurfelld lán. Um leið og þeir fá það frá ríkisstjórninni að auðlegðarskattur, 229 fjölskyldur með hreina eign yfir 120 milljónir króna, skulda samt að meðaltali 9,5 milljónir í húsnæðinu og fá lækkuð lán. Hvernig ætla menn að halda því fram að þessar aðgerðir séu ekki þar með að hygla og búa til auð hjá meðal annars ríkasta fólki á Íslandi? Þær munu gera það,“ sagði Steingrímur.Katrín Jakobsdóttir, formaður vinstri grænna, sakaði stjórnarmeirihlutann um óvönduð vinnubrögð. „Virðulegur forseti. Mér finnst einhver fúskbragur á þessu. Þegar ekki er hlustað á athugasemdir stofnana. Tilfinning mín er að kappsemi manna við að ná þessu máli í gegn dragi úr forsjóninni og menn hafa gleymt því að kapp er best með forsjá. Því á góðum pitsustað, virðulegur forseti, þá eru menn með hráefnin á borðinu áður en þeir byrja að baka og vita um það bil hver niðurstaðan verður,“ sagði Katrín.Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar tók í svipaðan streng. „Fjáraustur úr ríkissjóði upp á einhverja 80 til 200 milljarða jafnvel ef allt er tekið með í reikninginn algjörlega út í loftið án þess að hjálpa þeim sem eru í raunverulegum greiðsluvanda. Það liggur alveg fyrir. Ég sé ekki hvernig það er alveg augljóst að þetta sé það besta sem við getum gert fyrir heimilin,“ sagði Guðmundur.Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðismanna, vísaði þessari gagnrýni á bug. „Hér sýnt og heilagt talað um að þessi ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hygli þeim ríku í samfélaginu á kostnað þeirra fátæku, virðulegur forseti, þessi klisja almennt í umræðunni er með öllu ósásættanleg,“ sagði Ragnheiður Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Sjá meira
Yfir 400 einstaklingar sem greiða auðlegðarskatt fá niðurfelldar skuldir samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána. Málið var afgreitt úr efnahags-og viðskiptanefnd Alþingis í morgun. Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir ranga forgangsröðun og óvönduð vinnubrögð. Málið fer þá væntanlega til annarrar umræðu á Alþingi í næstu viku en ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að almenningur eigi að geta sótt um niðurfellingu þann 15. maí.Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna gagnrýndi málið á Alþingi í morgun. „Í morgun fengum við gögn frá ríkisskattstjóra sem sýna að yfir fjögur hundruð einstaklinga sem greiða auðlegðarskatt munu fá niðurfelld lán. Um leið og þeir fá það frá ríkisstjórninni að auðlegðarskattur, 229 fjölskyldur með hreina eign yfir 120 milljónir króna, skulda samt að meðaltali 9,5 milljónir í húsnæðinu og fá lækkuð lán. Hvernig ætla menn að halda því fram að þessar aðgerðir séu ekki þar með að hygla og búa til auð hjá meðal annars ríkasta fólki á Íslandi? Þær munu gera það,“ sagði Steingrímur.Katrín Jakobsdóttir, formaður vinstri grænna, sakaði stjórnarmeirihlutann um óvönduð vinnubrögð. „Virðulegur forseti. Mér finnst einhver fúskbragur á þessu. Þegar ekki er hlustað á athugasemdir stofnana. Tilfinning mín er að kappsemi manna við að ná þessu máli í gegn dragi úr forsjóninni og menn hafa gleymt því að kapp er best með forsjá. Því á góðum pitsustað, virðulegur forseti, þá eru menn með hráefnin á borðinu áður en þeir byrja að baka og vita um það bil hver niðurstaðan verður,“ sagði Katrín.Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar tók í svipaðan streng. „Fjáraustur úr ríkissjóði upp á einhverja 80 til 200 milljarða jafnvel ef allt er tekið með í reikninginn algjörlega út í loftið án þess að hjálpa þeim sem eru í raunverulegum greiðsluvanda. Það liggur alveg fyrir. Ég sé ekki hvernig það er alveg augljóst að þetta sé það besta sem við getum gert fyrir heimilin,“ sagði Guðmundur.Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðismanna, vísaði þessari gagnrýni á bug. „Hér sýnt og heilagt talað um að þessi ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hygli þeim ríku í samfélaginu á kostnað þeirra fátæku, virðulegur forseti, þessi klisja almennt í umræðunni er með öllu ósásættanleg,“ sagði Ragnheiður
Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Sjá meira