UFC hefur áhuga á því að halda bardagakvöld á Íslandi Kristinn Páll Teitsson skrifar 17. júlí 2014 22:00 Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars Nelson, telur að það sé raunhæfur möguleiki að UFC haldi viðburð á Íslandi. Þetta kom fram í viðtali við Harald í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sonur Haralds, Gunnar, er þessa dagana að undirbúa sig fyrir bardaga gegn Zak Cummings sem fer fram í Dublin í Írlandi á laugardaginn. Haraldur útilokar ekki að Gunnar fái tækifæri á því að berjast á heimavelli einn daginn. „Við höfum alla þekkingu til þess og ég veit að UFC hefur áhuga. Við þurfum að skoða aðeins betur þessi mál. Við þyrftum að byrja á áhugamannakeppnum þar sem það eru mun strangari reglur og vinna okkur út frá því. Við viljum gera þetta í samstarfi við alla þá sem málið varðar,“ sagði Haraldur sem staðfesti að UFC hafi sýnt því áhuga að halda viðburð á Íslandi. „Við höfum rætt þetta óformlega við þá og menn hafa lýst yfir miklum áhuga. Þeir vilja að íþróttin fari sem lengst en við vitum það að það verður erfitt að halda þetta miðað við þær hallir sem við höfum. Írarnir eru með O2 Arena sem er of lítill fyrir kvöldið og þeir telja að það verði fljótlega hægt að fylla Wembley leikvanginn,“ sagði Haraldur. Gunnar Nelson mætir Zak Cummings í Dublin á laugardagskvöld. Þessi stórbardagi verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:00. Fáðu þér áskrift áwww.365.is. MMA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sjá meira
Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars Nelson, telur að það sé raunhæfur möguleiki að UFC haldi viðburð á Íslandi. Þetta kom fram í viðtali við Harald í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sonur Haralds, Gunnar, er þessa dagana að undirbúa sig fyrir bardaga gegn Zak Cummings sem fer fram í Dublin í Írlandi á laugardaginn. Haraldur útilokar ekki að Gunnar fái tækifæri á því að berjast á heimavelli einn daginn. „Við höfum alla þekkingu til þess og ég veit að UFC hefur áhuga. Við þurfum að skoða aðeins betur þessi mál. Við þyrftum að byrja á áhugamannakeppnum þar sem það eru mun strangari reglur og vinna okkur út frá því. Við viljum gera þetta í samstarfi við alla þá sem málið varðar,“ sagði Haraldur sem staðfesti að UFC hafi sýnt því áhuga að halda viðburð á Íslandi. „Við höfum rætt þetta óformlega við þá og menn hafa lýst yfir miklum áhuga. Þeir vilja að íþróttin fari sem lengst en við vitum það að það verður erfitt að halda þetta miðað við þær hallir sem við höfum. Írarnir eru með O2 Arena sem er of lítill fyrir kvöldið og þeir telja að það verði fljótlega hægt að fylla Wembley leikvanginn,“ sagði Haraldur. Gunnar Nelson mætir Zak Cummings í Dublin á laugardagskvöld. Þessi stórbardagi verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:00. Fáðu þér áskrift áwww.365.is.
MMA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sjá meira