Erlent

Norður-Kórea aftur nettengt að hluta til

Samúel Karl Ólason skrifar
Þrátt fyrir að möguleikar séu fyrir hendi til að netvæða alla íbúa Norður-Kóreu hefur einungis smár hluti þjóðarinnar aðgang að internetinu.
Þrátt fyrir að möguleikar séu fyrir hendi til að netvæða alla íbúa Norður-Kóreu hefur einungis smár hluti þjóðarinnar aðgang að internetinu. Vísir/AFP
Internettenging er nú komin aftur á í hluta Norður-Kóreu og eru lykilheimasíður landsins komnar aftur í loftið. Netið lá niðri í landinu í rúmar níu klukkustundir. Talsmenn Hvíta hússins og utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna vilja ekki tjá sig um hvort að um hefndaraðgerð sé að ræða.

Sérfræðingar sem AP fréttaveitan hefur rætt við segja ekki hægt að segja til um hvað hafi ollið þessu. Mögulega gæti það verið tölvuárás, en það hefði einnig getað verið rafmagnsleysi að kenna.

Svipað ástand komu upp í fyrra eftir að þegar spenna myndaðist á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. Yfirvöld í Pyongyang sökuðu Suður-Kóreu og Bandaríkin um að hafa ollið netleysinu.

Þrátt fyrir að möguleikar séu fyrir hendi til að netvæða alla íbúa Norður-Kóreu hefur einungis smár hluti þjóðarinnar aðgang að internetinu. Þeir fáu sem hafa aðgang að tölvum geta þó ekki skoðað heimasíður sem skráðar eru utan Norður-Kóreu.

Rúmlega milljón manns nota farsíma í landinu en þau geta ekki hringt út fyrir landsteinana, né tekið við símtölum frá öðrum löndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×