Innlent

Þjóðskrá afhent 100 þúsund Íslykla

Brjánn Jónasson skrifar
Íslykillinn mun leysa veflykil ríkisskattstjóra af hólmi sem innskráningarleið hjá island.is.
Íslykillinn mun leysa veflykil ríkisskattstjóra af hólmi sem innskráningarleið hjá island.is. Fréttablaðið/vilhelm
Íslykill númer 100 þúsund var gefinn út af Þjóðskrá Íslands í gær. Fyrsti Íslykillinn var afhentur í apríl í fyrra, og tók því innan við ár fyrir lyklana að ná þessum áfanga, að því er fram kemur á vef Þjóðskrár Íslands.

Íslykillinn er sérstakt lykilorð á netinu tengt kennitölu sem notaður er við innskráningu á vefnum island.is, á vefjum stofnana, sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækja. Lykilinn má í dag nota á 80 vefsvæðum, og eru daglegar innskráningar á bilinu 10 til 15 þúsund á hverjum degi.

Upplýsingar um Íslykla og eigendur þeirra eru dulkóðaðar og því ekki vitað hver fékk lykil númer 100 þúsund.

Finna má nánari upplýsingar um Íslykilinn á vefnum island.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×