Innlent

Geðdeild breytt í heilsuhóteli

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Arnarholt hefur staðið autt frá 2005.
Arnarholt hefur staðið autt frá 2005. Fréttablaðið/E. Ól.
Félagið Fylkir sem á eignina Arnarholt á Kjalarnesi hefur sótt um leyfi til að breyta byggingunum í heilsuhótel.

Arnarholt var um árabil endurhæfing fyrir geðsjúka á vegum ríkisins og Reykjavíkurborgar.

Fram kom í Morgunblaðinu fyrir tæpu ári að Fylkir hefði þá keypt Arnarholt sem að mestu hefði staðið autt frá árinu 2005. Kaupverðið hafi verið 120 milljónir króna fyrir húsakostinn sem sé um 4.800 fermetrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×