Innlent

Loðnuskipin með fullfermi

Vísir/HB Grandi
Góð loðnuveiði var úr ný fundinni vesturgöngunni út af Ísafjarðardjúpi í gær og eru nokkur skip á landleið með fullfermi , en önnur bíða birtingar til að geta fyllt sig.

Skipstjórar eru stöðugt að finna nýja flekki, eins og þeir kalla torfurnar, og voru sum skipanna að fá mjög stór köst í gær.

Þessi loðna er heldur smærri en sú sem gekk hefðbundna hringleið um landið og er nú farin að hrygna á Breiðafirði. Hafrannsóknastofnun ætlar að reyna að meta þessa óvæntu göngu, sem gæti þýtt að bætt verði við kvótann á vertíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×