Innlent

Fótbolti á tjörninni

Árdís Steinarsdóttir skrifar
Í dag nýttu nemendur við Menntaskólann í Reykjavík tækifærið og spiluðu fótbolta á tjörninni.

Það er hægara sagt en gert að spila fótbolta á svelli. Tjörnin er sem betur fer þakin snjó í dag svo auðveldara ætti að vera að fóta sig.

„Það getur stundum verið svolítið vont þegar maður rennir sér, annars er þetta ekkert hættulegt“, segir Björn Ingi Jónsson, nemandi við menntaskólann.

Ingólfur Guðjónsson, íþróttakennari telur aðstæðurnar henta ágætlega til að þjálfa viðbrögð í hálku. Hann segir nemendurna taka vel í þessa tilbreytingu í íþróttatímunum.

Þar sem íþróttatímarnir eru kynjaskiptir fá stúlkurnar ekki tækifæri til að spreyta sig fyrr en í næstu viku ef aðstæður verða svipaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×