Innlent

Safnaði nammi fyrir veika systur

Snærós Sindradóttir skrifar
Systurnar Mathilda og Regina eru góðar vinkonur
Systurnar Mathilda og Regina eru góðar vinkonur VÍSIR/aðsent
Mathilda Ása Christiansdóttir Elgaard, tólf ára, gerði sannkallað góðverk í dag þegar hún söng tvöfalt í verslunum borgarinnar til að safna nammi fyrir litlu systur sína sem lá heima með flensu. 

Hún safnaði um það bil tveimur kílóum af nammi "Ég safnaði fyrir mig og hana í svona einn taupoka."

Mathilda var uppáklædd sem dúkka sem hægt er að trekkja upp en Regina hafði ætlað að klæða sig upp sem Gandalfur grái úr Hringadróttinssögu áður en flensan lét kræla á sér.

Eins og sést er Regina hæstánægð með góðverk systur sinnar þó hún hafi misst af Öskudeginum í ár. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×