Innlent

Peter Schmeichel í hjólreiðaferð til Íslands

Schmeichel segist hlakka mikið til hjólreiðanna.
Schmeichel segist hlakka mikið til hjólreiðanna. vísir/getty
Peter Schmeichel, fyrrverandi leikmaður Manchester United, er í forsvari hjólreiðahóps sem væntanlegur er hingað til lands í haust. Markvörðurinn danski, sem nú er fimmtugur, mun hjóla um 240 kílómetra leið ásamt þrjátíu hjólreiðamönnum.

Hópurinn er á vegum góðgerðastofnunar Manchester United sem aðstoðar ungmenni í fátæktarhverfum.

Vonast Schmeichel til að safna dágóðri upphæð með hjólreiðunum  en fyrrum United-maðurinn Bryan Robson safnaði meira en átján milljónum króna í fyrra þegar hann gekk á Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku. Schmeichel gerir sér vonir um að safna jafn hárri upphæð eða hærri.

Hjólaleiðin liggur meðal annars framhjá Heklu og Mýrdalsjökli og er reiknað með að það taki um þrjá daga að hjóla hana. „Þetta er tækifæri til þess að njóta fallegrar náttúru og ég hlakka mikið til,“ segir Schmeichel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×