Vesturport kannski til liðs við Venna Páer Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. júlí 2014 09:00 Vernharð telur seríuna sem hann er að skrifa núna fyndnari en þá fyrstu. vísir/pjetur „Ég finn það, þarna úti, að það er sterkur áhugi á þáttunum og að það komi framhald,“ segir Vernharð Þorleifsson, maðurinn á bak við sjónvarpsþættina um einkaþjálfarann Venna Páer. Fyrsta serían, sem sýnd var á SkjáEinum árið 2006, vakti óvænt mikla lukku og nú vinnur Vernharð að annarri seríu. „Ég lagði inn umsókn hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands um handritastyrk. Ég fékk jákvæða umsögn frá þeim og vonandi sest ég niður með RÚV á næstu dögum og sé hvað þeir segja. Það er ekkert í hendi fyrr en annaðhvort RÚV eða Stöð 2 segja gó. Ég og Rúnar Þórarinsson, félagi minn, erum búnir með handrit að tveimur fyrstu þáttunum og erum að leggja drög að restinni. Við Rúnar erum búnir að hittast af og til í ár og höfum tekið tarnir í að grúska í þessu. Eftir að við fengum jákvæð viðbrögð frá Kvikmyndamiðstöð hefur færst meiri alvara í vinnuna og ég vona að það verði af þessu,“ segir Vernharð. Venni Páer er með Facebook-síðu og hefur Vernharð óskað eftir spurningum varðandi heilsurækt til að svara á síðunni. „Ég áskil mér rétt til að nota spurningarnar og svörin í þáttunum ef ég kýs að gera það,“ segir hann og bætir við að þessi önnur sería verði svipuð og sú fyrsta. „Þemað er voðalega svipað en söguþráðurinn verður kannski aðeins sterkari. Ég er mjög stoltur af að hafa gert þessa seríu og það sem ég er að skrifa núna finnst mér miklu fyndnara en fyrri serían. En það eru alltaf einhverjir dagskrárstjórar sem hafa lokasvarið og gefa gó eða nó á hlutina. Það er að minnsta kosti gott að hafa eitthvað í höndunum, fyrri seríuna og sterkan aðdáandahóp á Facebook. Þá erum við ekki að renna blint í sjóinn eins og við gerðum fyrst,“ segir Vernharð. Hann segir marga sömu karakterana koma við sögu aftur en í aðalhlutverkum í fyrri seríunni var hann sjálfur ásamt Höllu Vilhjálmsdóttur, Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur og Steini Ármanni Magnússyni. „Það eru margir leikarar búnir að samþykkja að taka þátt ef af þessu verður. Stór nöfn sem höfðu gaman af fyrri seríunni. Ef allt gengur eftir verður sterk tenging inn í Vesturport sem er mjög gleðilegt,“ segir Vernharð dulur.Sævar Guðmundsson leikstýrði fyrri seríunni og býst Vernharð við að hann setjist aftur í leikstjórastólinn. Hann er einn af mönnunum á bak við framleiðslufyrirtækið Purk sem mun væntanlega framleiða þættina. „Við viljum halda í þetta sjálfir. Ég vil eiga réttinn og stýra þessu enda er þetta eins og barnið mitt.“ Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira
„Ég finn það, þarna úti, að það er sterkur áhugi á þáttunum og að það komi framhald,“ segir Vernharð Þorleifsson, maðurinn á bak við sjónvarpsþættina um einkaþjálfarann Venna Páer. Fyrsta serían, sem sýnd var á SkjáEinum árið 2006, vakti óvænt mikla lukku og nú vinnur Vernharð að annarri seríu. „Ég lagði inn umsókn hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands um handritastyrk. Ég fékk jákvæða umsögn frá þeim og vonandi sest ég niður með RÚV á næstu dögum og sé hvað þeir segja. Það er ekkert í hendi fyrr en annaðhvort RÚV eða Stöð 2 segja gó. Ég og Rúnar Þórarinsson, félagi minn, erum búnir með handrit að tveimur fyrstu þáttunum og erum að leggja drög að restinni. Við Rúnar erum búnir að hittast af og til í ár og höfum tekið tarnir í að grúska í þessu. Eftir að við fengum jákvæð viðbrögð frá Kvikmyndamiðstöð hefur færst meiri alvara í vinnuna og ég vona að það verði af þessu,“ segir Vernharð. Venni Páer er með Facebook-síðu og hefur Vernharð óskað eftir spurningum varðandi heilsurækt til að svara á síðunni. „Ég áskil mér rétt til að nota spurningarnar og svörin í þáttunum ef ég kýs að gera það,“ segir hann og bætir við að þessi önnur sería verði svipuð og sú fyrsta. „Þemað er voðalega svipað en söguþráðurinn verður kannski aðeins sterkari. Ég er mjög stoltur af að hafa gert þessa seríu og það sem ég er að skrifa núna finnst mér miklu fyndnara en fyrri serían. En það eru alltaf einhverjir dagskrárstjórar sem hafa lokasvarið og gefa gó eða nó á hlutina. Það er að minnsta kosti gott að hafa eitthvað í höndunum, fyrri seríuna og sterkan aðdáandahóp á Facebook. Þá erum við ekki að renna blint í sjóinn eins og við gerðum fyrst,“ segir Vernharð. Hann segir marga sömu karakterana koma við sögu aftur en í aðalhlutverkum í fyrri seríunni var hann sjálfur ásamt Höllu Vilhjálmsdóttur, Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur og Steini Ármanni Magnússyni. „Það eru margir leikarar búnir að samþykkja að taka þátt ef af þessu verður. Stór nöfn sem höfðu gaman af fyrri seríunni. Ef allt gengur eftir verður sterk tenging inn í Vesturport sem er mjög gleðilegt,“ segir Vernharð dulur.Sævar Guðmundsson leikstýrði fyrri seríunni og býst Vernharð við að hann setjist aftur í leikstjórastólinn. Hann er einn af mönnunum á bak við framleiðslufyrirtækið Purk sem mun væntanlega framleiða þættina. „Við viljum halda í þetta sjálfir. Ég vil eiga réttinn og stýra þessu enda er þetta eins og barnið mitt.“
Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira