„Þetta mál hefur tekið allt of langan tíma" Hrund Þórsdóttir skrifar 29. apríl 2014 20:00 Stöð 2 fjallaði í gær um mál Romylynar, sem á íslenskan stjúpföður og fjölskyldu hér á landi. Útlendingastofnun synjaði beiðni hennar um dvalarleyfi í þriðja sinn í haust en nýlega sneri innanríkisráðuneytið þeim úrskurði við og er Romylyn komin til Íslands. „Mín skoðun er sú að við megum gæta betur að skilgreiningum á fjölskyldusameiningu og því að fólk eigi rétt á að dvelja hér á landi af mannúðarástæðum,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra. „Við höfum aðeins verið að víkka það hugtak og vinna betur með það lögfræðilega og þetta er eitt af þeim málum sem falla þarna undir. Ég vil bara óska fjölskyldunni innilega til hamingju með að hafa fengið niðurstöðu.“ Mál Romylynar velktist um í kerfinu í átta ár og þótt það fengi flýtimeðferð í ráðuneytinu tók sjö mánuði að fella úr gildi síðustu synjun Útlendingastofnunar. „Þetta mál hefur tekið allt of langan tíma en niðurstaðan er sem betur fer í höfn.“ Hanna Birna segir miklar breytingar standa til í innflytjendamálum „Það er mjög mikil og ánægjuleg samstaða á þingi um að við þurfum að gera betur. Við þurfum að gæta að mannúð og málsmeðferðarhraða en við þurfum líka að sinna alþjóðlegum reglum og lögum og passa upp á að þetta sé eins vel gert og við mögulega ráðum við.“ Fjölskylda Romylynar ætlar í skaðabótamál við ríkið en Hanna Birna vill ekkert tjá sig um það. „Ég kom ekki að málinu eða ráðuneytið undir minni stjórn fyrr en fyrir nokkrum mánuðum síðan svo ég ætla ekki að fella neina dóma um það hvers vegna málið tók svona langan tíma á fyrri stigum. Fólk á auðvitað alltaf þennan rétt; þ.e. að leita réttar síns.“ Fjölskyldan ætlar einnig í meiðyrðamál við Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, en hún gat ekki veitt viðtal í dag. Tengdar fréttir Ætla í mál við ríkið og forstjóra Útlendingastofnunar: "Ég gafst ekki upp" Fjölskylda í Vogunum er sameinuð á ný eftir að innanríkisráðuneytið felldi úr gildi úrskurð Útlendingastofnunar, þar sem filippeyskri stjúpdóttur íslensks manns var neitað um dvalarleyfi eftir átta ára baráttu við kerfið. 28. apríl 2014 20:00 Gafst upp á að bíða eftir dvalarleyfi: "Pabbi, ég er búin að fá nóg" Ung kona sem ítrekað hefur óskað eftir dvalarleyfi hér á landi, gafst upp á seinagangi kerfisins og er farin aftur til upprunalands síns, Filippseyja. Fjölskyldan óttast um afdrif hennar og íslenskur fósturfaðir hennar segir að þar sé hún á götunni. 19. september 2013 18:30 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira
Stöð 2 fjallaði í gær um mál Romylynar, sem á íslenskan stjúpföður og fjölskyldu hér á landi. Útlendingastofnun synjaði beiðni hennar um dvalarleyfi í þriðja sinn í haust en nýlega sneri innanríkisráðuneytið þeim úrskurði við og er Romylyn komin til Íslands. „Mín skoðun er sú að við megum gæta betur að skilgreiningum á fjölskyldusameiningu og því að fólk eigi rétt á að dvelja hér á landi af mannúðarástæðum,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra. „Við höfum aðeins verið að víkka það hugtak og vinna betur með það lögfræðilega og þetta er eitt af þeim málum sem falla þarna undir. Ég vil bara óska fjölskyldunni innilega til hamingju með að hafa fengið niðurstöðu.“ Mál Romylynar velktist um í kerfinu í átta ár og þótt það fengi flýtimeðferð í ráðuneytinu tók sjö mánuði að fella úr gildi síðustu synjun Útlendingastofnunar. „Þetta mál hefur tekið allt of langan tíma en niðurstaðan er sem betur fer í höfn.“ Hanna Birna segir miklar breytingar standa til í innflytjendamálum „Það er mjög mikil og ánægjuleg samstaða á þingi um að við þurfum að gera betur. Við þurfum að gæta að mannúð og málsmeðferðarhraða en við þurfum líka að sinna alþjóðlegum reglum og lögum og passa upp á að þetta sé eins vel gert og við mögulega ráðum við.“ Fjölskylda Romylynar ætlar í skaðabótamál við ríkið en Hanna Birna vill ekkert tjá sig um það. „Ég kom ekki að málinu eða ráðuneytið undir minni stjórn fyrr en fyrir nokkrum mánuðum síðan svo ég ætla ekki að fella neina dóma um það hvers vegna málið tók svona langan tíma á fyrri stigum. Fólk á auðvitað alltaf þennan rétt; þ.e. að leita réttar síns.“ Fjölskyldan ætlar einnig í meiðyrðamál við Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, en hún gat ekki veitt viðtal í dag.
Tengdar fréttir Ætla í mál við ríkið og forstjóra Útlendingastofnunar: "Ég gafst ekki upp" Fjölskylda í Vogunum er sameinuð á ný eftir að innanríkisráðuneytið felldi úr gildi úrskurð Útlendingastofnunar, þar sem filippeyskri stjúpdóttur íslensks manns var neitað um dvalarleyfi eftir átta ára baráttu við kerfið. 28. apríl 2014 20:00 Gafst upp á að bíða eftir dvalarleyfi: "Pabbi, ég er búin að fá nóg" Ung kona sem ítrekað hefur óskað eftir dvalarleyfi hér á landi, gafst upp á seinagangi kerfisins og er farin aftur til upprunalands síns, Filippseyja. Fjölskyldan óttast um afdrif hennar og íslenskur fósturfaðir hennar segir að þar sé hún á götunni. 19. september 2013 18:30 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira
Ætla í mál við ríkið og forstjóra Útlendingastofnunar: "Ég gafst ekki upp" Fjölskylda í Vogunum er sameinuð á ný eftir að innanríkisráðuneytið felldi úr gildi úrskurð Útlendingastofnunar, þar sem filippeyskri stjúpdóttur íslensks manns var neitað um dvalarleyfi eftir átta ára baráttu við kerfið. 28. apríl 2014 20:00
Gafst upp á að bíða eftir dvalarleyfi: "Pabbi, ég er búin að fá nóg" Ung kona sem ítrekað hefur óskað eftir dvalarleyfi hér á landi, gafst upp á seinagangi kerfisins og er farin aftur til upprunalands síns, Filippseyja. Fjölskyldan óttast um afdrif hennar og íslenskur fósturfaðir hennar segir að þar sé hún á götunni. 19. september 2013 18:30