Sakar Árna Pál um ógeðfellda pólitík Höskuldur Kári Schram skrifar 20. janúar 2014 16:02 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sakaði Árna Pál Árnason formann Samfylkingarinnar um að stunda ómerkilega og ógeðfellda pólitík í MP-banka málinu. Þetta kom fram í svari forsætisráðherra á Alþingi í dag. Árni Páll spurði ráðherra hvort hann hafi komið að þeirri ákvörðun að miða frískuldamark bankaskattsins við 50 miljarða en eins og fram hefur komið í fjölmiðlum lækkuðu skattgreiðslur bankans um 78 prósent útaf þessu eða um tæpar 200 milljónir. Sigmundur sagðist ekki hafa vitað um frítekjumarkið fyrr en það var kynnt í þingflokkum og benti ennfremur á að Árni Páll hafi samþykkt þessar breytingar á frítekjumarkinu þegar það var til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd. „Ekki aðeins er háttvirtur þingmaður það ómerkilegur að fara að blanda ættingjum og samstarfsmönnum stjórnmálamanna inn í pólitískt skítkast til að reyna að koma á þá höggi heldur gerir hann það með því að dylgja um ákvörðun sem hann sjálfur kom beint að, ólíkt mér. Í þessu máli nær háttvirtur þingmaður nýjum botni í þeirri ógeðfelldu pólitík sem hann er farinn að stunda líklega til þess að verjast í vandræðum á sínum heimavígstöðvum í sínum flokki,“ sagði Sigmundur Davíð. Árni Páll sagðist ekki ætla að elta ólar við fúkyrðaflaum forsætisráðherra. „Það er ekki verið að dylgja um tengsl þegar þau eru raunverulega fyrir hendi og þegar þau eru raunverulega fyrir hendi ber stjórnvöldum skylda til þess að skýra aðkomu sína að málum til þess að við getum treyst því að það sé hafið yfir allan vafa að ákvarðanir séu teknar á efnislegum forsendum. Hinar efnislegu forsendur fyrir þessari ákvörðun vantar,“ sagði Árni Páll. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sakaði Árna Pál Árnason formann Samfylkingarinnar um að stunda ómerkilega og ógeðfellda pólitík í MP-banka málinu. Þetta kom fram í svari forsætisráðherra á Alþingi í dag. Árni Páll spurði ráðherra hvort hann hafi komið að þeirri ákvörðun að miða frískuldamark bankaskattsins við 50 miljarða en eins og fram hefur komið í fjölmiðlum lækkuðu skattgreiðslur bankans um 78 prósent útaf þessu eða um tæpar 200 milljónir. Sigmundur sagðist ekki hafa vitað um frítekjumarkið fyrr en það var kynnt í þingflokkum og benti ennfremur á að Árni Páll hafi samþykkt þessar breytingar á frítekjumarkinu þegar það var til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd. „Ekki aðeins er háttvirtur þingmaður það ómerkilegur að fara að blanda ættingjum og samstarfsmönnum stjórnmálamanna inn í pólitískt skítkast til að reyna að koma á þá höggi heldur gerir hann það með því að dylgja um ákvörðun sem hann sjálfur kom beint að, ólíkt mér. Í þessu máli nær háttvirtur þingmaður nýjum botni í þeirri ógeðfelldu pólitík sem hann er farinn að stunda líklega til þess að verjast í vandræðum á sínum heimavígstöðvum í sínum flokki,“ sagði Sigmundur Davíð. Árni Páll sagðist ekki ætla að elta ólar við fúkyrðaflaum forsætisráðherra. „Það er ekki verið að dylgja um tengsl þegar þau eru raunverulega fyrir hendi og þegar þau eru raunverulega fyrir hendi ber stjórnvöldum skylda til þess að skýra aðkomu sína að málum til þess að við getum treyst því að það sé hafið yfir allan vafa að ákvarðanir séu teknar á efnislegum forsendum. Hinar efnislegu forsendur fyrir þessari ákvörðun vantar,“ sagði Árni Páll.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira