Leikkonan Rachel McAdams prýðir forsíðu glanstímaritsins Allure í ágúst. Í viðtali við blaðið talar hún meðal annars um að vinna með Lindsay Lohan í hinni klassísku kvikmynd Mean Girls.
„Hæfileikar hennar eru ótvíræðir. Ég leit á hana sem leikkonu með mikla reynslu og hlutir sem leikarar pæla í, eins og tímasetningar hennar voru óaðfinnanlegar,“ segir McAdams.
Fjallað hefur verið um í slúðurmiðlum vestanhafs að Lohan hafi þótt McAdams ógna sér við tökur á Mean Girls.
„Það er fyndið að heyra það því að það sannar að maður veit aldrei hvað er að gerast inn í höfðinu á fólki. Allir láta sem allt sé í lagi hjá þeim.“
McAdams lék hlutverk hinni væntanlegu A Most Wanted Man, en meðleikari hennar í myndinni er hinn nýlátni Phillip Seymour Hoffman.
„Ég lærði svo mikið af honum. Hann tók mér opnum örmum og manni líður eins og hann muni sjá um mann, en á sama tíma er eitthvað hættulegt í fari hans. Hann passar líka að maður sé á tánum. Hann hafði svo mikla hæfileika, en var líka samviskusamur og gafst aldrei upp.“

