Greiða atkvæði um áframhald verkfalls Sveinn Arnarsson skrifar 4. desember 2014 07:00 Myndin er tekin á Barnaspítala Hringsins þegar börnum var í október boðið að koma með bangsa sína í skoðun og læknismeðferð. Fréttablaðið/Ernir Ólíklegt er að samningar náist milli Læknafélags Íslands og ríkisins fyrir áramót að mati Sigurveigar Pétursdóttur, formanns samninganefndar lækna. Lítið miðar í viðræðum milli deiluaðila. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á LSH, segir stöðuna grafalvarlega og þyngist dag frá degi. Núverandi verkfallsboðun lýkur föstudaginn 12. desember. Félagsmenn læknafélagsins greiða nú atkvæði um áframhaldandi verkfallsaðgerðir og verða niðurstöður úr atkvæðagreiðslunni kunngjörðar á mánudaginn kemur. Síðasti fundur milli deiluaðila bar engan árangur og hefur ekki enn verið boðað til nýs fundar. „Eins og við höfum útskýrt þá hafa verkfallsaðgerðirnar haft gríðarlega mikil áhrif á starfsemi spítalans og það kemur á daginn að áhrifin aukast jafnt og þétt hvern dag sem aðgerðirnar halda áfram. Þetta þrengir að spítalanum og hægir á starfseminni og gerir okkur á margan hátt erfiðara fyrir,“ segir Ólafur. Hann segir að fjórir læknar hafi nú þegar sagt upp störfum á spítalanum frá því verkfallsaðgerðir hófust. Sú staða sé óásættanleg og brýnir Ólafur deiluaðila til að ná saman. „Ég hef áhyggjur af stöðunni og einnig þeim sögusögnum að fleiri kunni að segja upp störfum á næstu dögum á spítalanum. Þetta eru hörmuleg tíðindi að við séum komin í þá aðstöðu að læknar eru farnir að segja upp. Það skiptir gríðarlega miklu máli að deiluaðilar nái saman sem allra fyrst.“ Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar læknafélagsins segir lítið miða í átt að samningum milli deiluaðila. „Það er enn langt í land að samningar náist. Þeir fjölmörgu fundir sem við höfum átt hafa ekki skilað okkur miklu. Það má segja að í síðustu viku hafi hænuskref verið tekið í átt að samningum. Hins vegar tel ég, eins og staðan er núna, ekki líklegt að við munum ná saman á þessu ári,“ segir Sigurveig. Ólafur segir biðlista lengjast og allt að eitt ár muni taka að vinda ofan af þeim biðlistum. „Nú þegar eru skurðstofurnar og rúmin á spítalanum nýtt allt að hundrað prósent. Eftir því sem safnast á þessa viðbótarbiðlista verða fleiri og fleiri sem þurfa að bíða eftir aðgerð. Það þýðir að hlutfall þeirra sjúklinga sem þurfa á aðgerð að halda fyrr mun aðeins hækka. Við horfum því upp á mikinn vanda.“ Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira
Ólíklegt er að samningar náist milli Læknafélags Íslands og ríkisins fyrir áramót að mati Sigurveigar Pétursdóttur, formanns samninganefndar lækna. Lítið miðar í viðræðum milli deiluaðila. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á LSH, segir stöðuna grafalvarlega og þyngist dag frá degi. Núverandi verkfallsboðun lýkur föstudaginn 12. desember. Félagsmenn læknafélagsins greiða nú atkvæði um áframhaldandi verkfallsaðgerðir og verða niðurstöður úr atkvæðagreiðslunni kunngjörðar á mánudaginn kemur. Síðasti fundur milli deiluaðila bar engan árangur og hefur ekki enn verið boðað til nýs fundar. „Eins og við höfum útskýrt þá hafa verkfallsaðgerðirnar haft gríðarlega mikil áhrif á starfsemi spítalans og það kemur á daginn að áhrifin aukast jafnt og þétt hvern dag sem aðgerðirnar halda áfram. Þetta þrengir að spítalanum og hægir á starfseminni og gerir okkur á margan hátt erfiðara fyrir,“ segir Ólafur. Hann segir að fjórir læknar hafi nú þegar sagt upp störfum á spítalanum frá því verkfallsaðgerðir hófust. Sú staða sé óásættanleg og brýnir Ólafur deiluaðila til að ná saman. „Ég hef áhyggjur af stöðunni og einnig þeim sögusögnum að fleiri kunni að segja upp störfum á næstu dögum á spítalanum. Þetta eru hörmuleg tíðindi að við séum komin í þá aðstöðu að læknar eru farnir að segja upp. Það skiptir gríðarlega miklu máli að deiluaðilar nái saman sem allra fyrst.“ Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar læknafélagsins segir lítið miða í átt að samningum milli deiluaðila. „Það er enn langt í land að samningar náist. Þeir fjölmörgu fundir sem við höfum átt hafa ekki skilað okkur miklu. Það má segja að í síðustu viku hafi hænuskref verið tekið í átt að samningum. Hins vegar tel ég, eins og staðan er núna, ekki líklegt að við munum ná saman á þessu ári,“ segir Sigurveig. Ólafur segir biðlista lengjast og allt að eitt ár muni taka að vinda ofan af þeim biðlistum. „Nú þegar eru skurðstofurnar og rúmin á spítalanum nýtt allt að hundrað prósent. Eftir því sem safnast á þessa viðbótarbiðlista verða fleiri og fleiri sem þurfa að bíða eftir aðgerð. Það þýðir að hlutfall þeirra sjúklinga sem þurfa á aðgerð að halda fyrr mun aðeins hækka. Við horfum því upp á mikinn vanda.“
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira