„Skrítið að Íslandsstofa treysti ekki íslensku fagfólki“ Viktoría Hermannsdóttir skrifar 23. október 2014 07:00 Í myndbandinu er manneskju fylgt eftir á draumaferðalagi hennar um landið. „Það er mjög skrítið að Íslandsstofa treysti ekki íslensku fagfólki til að kynna Ísland,“ segir Stefanía Thors, varaformaður Félags kvikmyndagerðarmanna. Nýju myndbandi Íslandsstofu, sem er hluti herferðarinnar Inspired By Iceland, er ætlað að kynna Ísland sem spennandi vetraráfangastað. Myndbandið var unnið af Íslandsstofu í samstarfi við Íslensku auglýsingastofuna, almannatengslaskrifstofuna Brooklyn Brothers í London og Pulse Films. Leikstjórar og kvikmyndatökumenn á vegum Pulse Films gerðu myndbandið. Íslenskir kvikmyndagerðarmenn undra sig á því að ekki hafi verið leitað til fagfólks hérlendis. Daði Guðjónsson hjá Íslandsstofu segir tækifæri hafa falist í því að fá erlenda aðila í verkið.Stefanía Thors„Glöggt er gestsaugað. Við vorum að fara í gang með þennan leyndarmálatúr og við vildum að þeir sem færu förina vissu ekki mikið um landið. Þetta er margverðlaunað leikstjórapar sem hefur unnið með heimsþekktum aðilum eins og 50 cents, Kate Perry og Nokia. Það má ekki gleyma að þetta er markaðsherferð á heimsvísu og það eru ákveðin tækifæri í kynningu að fá svona aðila til að vinna með okkur,“ segir Daði. Fyrir gerð myndbandsins var efnt til samkeppni þar sem fólk átti að lýsa draumaferðalagi um Ísland. Var einn valinn til að fara í sína draumaferð. Að sögn Daða kostaði vinna erlendu aðilanna sex milljónir. Á heimasíðu Íslandsstofu kemur fram að meðal yfirlýstra markmiða sé að tryggja markvisst kynningar- og markaðsstarf sem miðar að því að auka gjaldeyristekjur lista og skapandi greina. „Það skýtur skökku við að nota erlend fyrirtæki til þess að kynna Ísland,“ segir Stefanía. Undarlegt sé að ekki hafi verið leitað til fagfólks hérlendis til að gera myndbandið og kynna íslenskt fagfólk í leiðinni. „Er ekki alltaf verið að tala um að það vanti gjaldeyri inn í landið en þeir borga erlendum aðilum fyrir þessa vinnu.“ Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna, tekur í sama streng. „Það er alveg ótrúlega skrítið, sérstaklega í þessu árferði þegar íslenskir kvikmyndagerðarmenn berjast í bökkum, að leitað sé út fyrir landsteinana. Það er undarlegt að það sé þá ekki reynt að beina þessum viðskiptum til íslenskra kvikmyndagerðarmanna,“ segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir. Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
„Það er mjög skrítið að Íslandsstofa treysti ekki íslensku fagfólki til að kynna Ísland,“ segir Stefanía Thors, varaformaður Félags kvikmyndagerðarmanna. Nýju myndbandi Íslandsstofu, sem er hluti herferðarinnar Inspired By Iceland, er ætlað að kynna Ísland sem spennandi vetraráfangastað. Myndbandið var unnið af Íslandsstofu í samstarfi við Íslensku auglýsingastofuna, almannatengslaskrifstofuna Brooklyn Brothers í London og Pulse Films. Leikstjórar og kvikmyndatökumenn á vegum Pulse Films gerðu myndbandið. Íslenskir kvikmyndagerðarmenn undra sig á því að ekki hafi verið leitað til fagfólks hérlendis. Daði Guðjónsson hjá Íslandsstofu segir tækifæri hafa falist í því að fá erlenda aðila í verkið.Stefanía Thors„Glöggt er gestsaugað. Við vorum að fara í gang með þennan leyndarmálatúr og við vildum að þeir sem færu förina vissu ekki mikið um landið. Þetta er margverðlaunað leikstjórapar sem hefur unnið með heimsþekktum aðilum eins og 50 cents, Kate Perry og Nokia. Það má ekki gleyma að þetta er markaðsherferð á heimsvísu og það eru ákveðin tækifæri í kynningu að fá svona aðila til að vinna með okkur,“ segir Daði. Fyrir gerð myndbandsins var efnt til samkeppni þar sem fólk átti að lýsa draumaferðalagi um Ísland. Var einn valinn til að fara í sína draumaferð. Að sögn Daða kostaði vinna erlendu aðilanna sex milljónir. Á heimasíðu Íslandsstofu kemur fram að meðal yfirlýstra markmiða sé að tryggja markvisst kynningar- og markaðsstarf sem miðar að því að auka gjaldeyristekjur lista og skapandi greina. „Það skýtur skökku við að nota erlend fyrirtæki til þess að kynna Ísland,“ segir Stefanía. Undarlegt sé að ekki hafi verið leitað til fagfólks hérlendis til að gera myndbandið og kynna íslenskt fagfólk í leiðinni. „Er ekki alltaf verið að tala um að það vanti gjaldeyri inn í landið en þeir borga erlendum aðilum fyrir þessa vinnu.“ Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna, tekur í sama streng. „Það er alveg ótrúlega skrítið, sérstaklega í þessu árferði þegar íslenskir kvikmyndagerðarmenn berjast í bökkum, að leitað sé út fyrir landsteinana. Það er undarlegt að það sé þá ekki reynt að beina þessum viðskiptum til íslenskra kvikmyndagerðarmanna,“ segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir.
Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira