Auðvitað ætla þær að vinna gullið á heimavelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. október 2014 06:00 Ása Inga Þorsteinsdóttir hefur staðið í ströngu síðustu mánuðina. vísir/ernir „Nú síðustu dagana snúast æfingarnar aðallega um að fínstilla síðustu atriðin,“ segir Ása Inga Þorsteinsdóttir, yfirþjálfari íslensku hópfimleikalandsliðanna, sem verða í eldlínunni á Evrópumeistaramótinu sem hefst í Laugardalshöllinni í dag. Að baki er langur og strangur undirbúningur sem hófst með úrtökuprófum í janúar. „Fram að sumri æfðu liðin 2-4 sinnum í viku en frá því í júní hafa þau æft 4-6 sinnum í viku og sum oftar. Þetta hefur gengið svakalega vel og verður að gaman að sjá hver útkoman verður.“ Ísland á titil að verja í bæði kvenna- og stúlknaflokki í hópfimleikum auk þess sem kvennaliðið varð einnig meistari árið 2010. Ása Inga segir að sú reynsla komi sér að góðum notum nú. „Hún gerir það svo sannarlega en þegar svo stutt er í keppni skiptir mestu máli að hugarfarið og hausinn sé í lagi,“ segir Ása Inga, sem á von á harðri keppni í öllum flokkum. „Eftir að hafa séð bæði danska liðið og það sænska á æfingum, sem eru sterkustu liðin ásamt okkur, er ljóst að þetta verður hörkukeppni og mun koma til með að ráðast af því hverjir lenda stökkunum sínum best. Þetta verður í raun bara keppni í lendingum,“ segir Ása Inga. Alls er keppt í sex flokkum og á Ísland lið í fimm þeirra. Ísland á einungis ekki fulltrúa í karlaflokki en sendir drengjalið til þátttöku í fyrsta sinn. „Við viljum fyrst og fremst að strákarnir öðlist reynslu af því að taka þátt í svona stóru móti og erum við með örlítið aðrar áherslur fyrir þá,“ segir hún en bætir við að kvenna- og stúlknaliðin ætli sér vitanlega stóra hluti á heimavelli. „Markmið okkar er að allir geri sitt hundrað prósent. Ef okkur tekst það og við verðum ánægð með þær æfingar sem við gerum þá er góður möguleiki á því að við tökum gull. Og auðvitað ætla þær sér að vinna gullið á heimavelli.“ Ása Inga segir að öll umgjörð í kringum mótið hafi verið til fyrirmyndar en glæsilegri áhorfendaaðstöðu hefur verið komið fyrir í Laugardalshöllinni. „Nú vantar bara Íslendinga í stúkuna. Því miður er enn útlit fyrir að það verði fleiri útlendingar en Íslendingar í pöllunum en við vonum að miðasalan taki kipp nú þegar veislan byrjar.“ Íþróttir Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Sjá meira
„Nú síðustu dagana snúast æfingarnar aðallega um að fínstilla síðustu atriðin,“ segir Ása Inga Þorsteinsdóttir, yfirþjálfari íslensku hópfimleikalandsliðanna, sem verða í eldlínunni á Evrópumeistaramótinu sem hefst í Laugardalshöllinni í dag. Að baki er langur og strangur undirbúningur sem hófst með úrtökuprófum í janúar. „Fram að sumri æfðu liðin 2-4 sinnum í viku en frá því í júní hafa þau æft 4-6 sinnum í viku og sum oftar. Þetta hefur gengið svakalega vel og verður að gaman að sjá hver útkoman verður.“ Ísland á titil að verja í bæði kvenna- og stúlknaflokki í hópfimleikum auk þess sem kvennaliðið varð einnig meistari árið 2010. Ása Inga segir að sú reynsla komi sér að góðum notum nú. „Hún gerir það svo sannarlega en þegar svo stutt er í keppni skiptir mestu máli að hugarfarið og hausinn sé í lagi,“ segir Ása Inga, sem á von á harðri keppni í öllum flokkum. „Eftir að hafa séð bæði danska liðið og það sænska á æfingum, sem eru sterkustu liðin ásamt okkur, er ljóst að þetta verður hörkukeppni og mun koma til með að ráðast af því hverjir lenda stökkunum sínum best. Þetta verður í raun bara keppni í lendingum,“ segir Ása Inga. Alls er keppt í sex flokkum og á Ísland lið í fimm þeirra. Ísland á einungis ekki fulltrúa í karlaflokki en sendir drengjalið til þátttöku í fyrsta sinn. „Við viljum fyrst og fremst að strákarnir öðlist reynslu af því að taka þátt í svona stóru móti og erum við með örlítið aðrar áherslur fyrir þá,“ segir hún en bætir við að kvenna- og stúlknaliðin ætli sér vitanlega stóra hluti á heimavelli. „Markmið okkar er að allir geri sitt hundrað prósent. Ef okkur tekst það og við verðum ánægð með þær æfingar sem við gerum þá er góður möguleiki á því að við tökum gull. Og auðvitað ætla þær sér að vinna gullið á heimavelli.“ Ása Inga segir að öll umgjörð í kringum mótið hafi verið til fyrirmyndar en glæsilegri áhorfendaaðstöðu hefur verið komið fyrir í Laugardalshöllinni. „Nú vantar bara Íslendinga í stúkuna. Því miður er enn útlit fyrir að það verði fleiri útlendingar en Íslendingar í pöllunum en við vonum að miðasalan taki kipp nú þegar veislan byrjar.“
Íþróttir Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Sjá meira