Búllan sterk í London Þórður Ingi Jónsson skrifar 11. október 2014 13:30 Siggi gæðir sér á eigin sköpunarverki. Hamborgarabúllan í Lundúnum er nú einn heitasti hamborgarastaðurinn í borginni en nú standa yfir kosningar á síðunni www.thecityawards.com til að velja besta hamborgarann í bænum. Búllan er nú í öðru sæti og fylgir fast á hæla veitingahússins Patty & Bun. Fyrsta Búllan var opnuð í Lundúnum sumarið 2012 í litlu húsi í Marylebone-hverfi sem stóð til að rífa. „Það var ágætis staðsetning til að prófa þessa hugmynd og sjá hvort Búllan ætti erindi við Lundúnabúa,“ segir Sigurður Gunnlaugsson, yfirkokkur á Búllunni. „Þegar við opnuðum gekk mikið hamborgarafár yfir London og svo virtist á tímabili að annar hver maður væri hamborgarabloggari. Það hjálpaði okkur helling því við fengum fullt af ókeypis umfjöllun fyrir vikið. Í framhaldi af því og nokkrum mjög jákvæðum umfjöllunum í nokkrum stærstu fríblöðunum, sem dreift er á öllum lestarstöðvum, varð fljótt mjög mikið að gera hjá okkur.“ Í mars á þessu ári var síðan opnuð önnur Búlla á King‘s Road í Chelsea-hverfi. „Við erum jafnt og þétt að stimpla okkur inn í það hverfi með stöðugri aukningu og fleiri fastakúnnum, ekki síst eftir að dagblaðið The Independent valdi okkur sem bestu borgarana í Lundúnum í lok sumars.“ Þegar blaðamann Vísis bar að garði í Lundúnum í síðasta mánuði var Búllan með bás á Meatopia, stórri matarhátíð í borginni. Búllubásinn var sá vinsælasti á hátíðinni en röðin virtist ekki ætla enda að taka. Þá fuku út 600 hamborgara á mettíma. Samkvæmt Sigga og hamborgarasveinum Búllunnar hafa nokkrir frægir gestir heiðrað staðinn með nærveru sinni. „Reglulega sjáum við fréttir af því að heiman að David Beckham sé reglulegur gestur á Búllunni. Ég veit ekki hversu mikil áhrif það hefur haft á gestafjöldann okkar en hins vegar birtist grein í Evening Standard, einu stærsta fríblaði í London, um að Brooklyn Beckham sonur hans væri fastagestur hjá okkur. Hver veit nema það fyllist allt af átjan ára stelpum hjá okkur í framhaldi af því. En að öllu gríni sleppt þá hefur öll svona athygli að sjálfsögðu góð áhrif þar sem það eru líklega yfir 20.000 veitingastaðir í London og því margir um hituna.“ Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Hamborgarabúllan í Lundúnum er nú einn heitasti hamborgarastaðurinn í borginni en nú standa yfir kosningar á síðunni www.thecityawards.com til að velja besta hamborgarann í bænum. Búllan er nú í öðru sæti og fylgir fast á hæla veitingahússins Patty & Bun. Fyrsta Búllan var opnuð í Lundúnum sumarið 2012 í litlu húsi í Marylebone-hverfi sem stóð til að rífa. „Það var ágætis staðsetning til að prófa þessa hugmynd og sjá hvort Búllan ætti erindi við Lundúnabúa,“ segir Sigurður Gunnlaugsson, yfirkokkur á Búllunni. „Þegar við opnuðum gekk mikið hamborgarafár yfir London og svo virtist á tímabili að annar hver maður væri hamborgarabloggari. Það hjálpaði okkur helling því við fengum fullt af ókeypis umfjöllun fyrir vikið. Í framhaldi af því og nokkrum mjög jákvæðum umfjöllunum í nokkrum stærstu fríblöðunum, sem dreift er á öllum lestarstöðvum, varð fljótt mjög mikið að gera hjá okkur.“ Í mars á þessu ári var síðan opnuð önnur Búlla á King‘s Road í Chelsea-hverfi. „Við erum jafnt og þétt að stimpla okkur inn í það hverfi með stöðugri aukningu og fleiri fastakúnnum, ekki síst eftir að dagblaðið The Independent valdi okkur sem bestu borgarana í Lundúnum í lok sumars.“ Þegar blaðamann Vísis bar að garði í Lundúnum í síðasta mánuði var Búllan með bás á Meatopia, stórri matarhátíð í borginni. Búllubásinn var sá vinsælasti á hátíðinni en röðin virtist ekki ætla enda að taka. Þá fuku út 600 hamborgara á mettíma. Samkvæmt Sigga og hamborgarasveinum Búllunnar hafa nokkrir frægir gestir heiðrað staðinn með nærveru sinni. „Reglulega sjáum við fréttir af því að heiman að David Beckham sé reglulegur gestur á Búllunni. Ég veit ekki hversu mikil áhrif það hefur haft á gestafjöldann okkar en hins vegar birtist grein í Evening Standard, einu stærsta fríblaði í London, um að Brooklyn Beckham sonur hans væri fastagestur hjá okkur. Hver veit nema það fyllist allt af átjan ára stelpum hjá okkur í framhaldi af því. En að öllu gríni sleppt þá hefur öll svona athygli að sjálfsögðu góð áhrif þar sem það eru líklega yfir 20.000 veitingastaðir í London og því margir um hituna.“
Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning