Búllan sterk í London Þórður Ingi Jónsson skrifar 11. október 2014 13:30 Siggi gæðir sér á eigin sköpunarverki. Hamborgarabúllan í Lundúnum er nú einn heitasti hamborgarastaðurinn í borginni en nú standa yfir kosningar á síðunni www.thecityawards.com til að velja besta hamborgarann í bænum. Búllan er nú í öðru sæti og fylgir fast á hæla veitingahússins Patty & Bun. Fyrsta Búllan var opnuð í Lundúnum sumarið 2012 í litlu húsi í Marylebone-hverfi sem stóð til að rífa. „Það var ágætis staðsetning til að prófa þessa hugmynd og sjá hvort Búllan ætti erindi við Lundúnabúa,“ segir Sigurður Gunnlaugsson, yfirkokkur á Búllunni. „Þegar við opnuðum gekk mikið hamborgarafár yfir London og svo virtist á tímabili að annar hver maður væri hamborgarabloggari. Það hjálpaði okkur helling því við fengum fullt af ókeypis umfjöllun fyrir vikið. Í framhaldi af því og nokkrum mjög jákvæðum umfjöllunum í nokkrum stærstu fríblöðunum, sem dreift er á öllum lestarstöðvum, varð fljótt mjög mikið að gera hjá okkur.“ Í mars á þessu ári var síðan opnuð önnur Búlla á King‘s Road í Chelsea-hverfi. „Við erum jafnt og þétt að stimpla okkur inn í það hverfi með stöðugri aukningu og fleiri fastakúnnum, ekki síst eftir að dagblaðið The Independent valdi okkur sem bestu borgarana í Lundúnum í lok sumars.“ Þegar blaðamann Vísis bar að garði í Lundúnum í síðasta mánuði var Búllan með bás á Meatopia, stórri matarhátíð í borginni. Búllubásinn var sá vinsælasti á hátíðinni en röðin virtist ekki ætla enda að taka. Þá fuku út 600 hamborgara á mettíma. Samkvæmt Sigga og hamborgarasveinum Búllunnar hafa nokkrir frægir gestir heiðrað staðinn með nærveru sinni. „Reglulega sjáum við fréttir af því að heiman að David Beckham sé reglulegur gestur á Búllunni. Ég veit ekki hversu mikil áhrif það hefur haft á gestafjöldann okkar en hins vegar birtist grein í Evening Standard, einu stærsta fríblaði í London, um að Brooklyn Beckham sonur hans væri fastagestur hjá okkur. Hver veit nema það fyllist allt af átjan ára stelpum hjá okkur í framhaldi af því. En að öllu gríni sleppt þá hefur öll svona athygli að sjálfsögðu góð áhrif þar sem það eru líklega yfir 20.000 veitingastaðir í London og því margir um hituna.“ Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hálft ár af hári Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Fleiri fréttir Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Sjá meira
Hamborgarabúllan í Lundúnum er nú einn heitasti hamborgarastaðurinn í borginni en nú standa yfir kosningar á síðunni www.thecityawards.com til að velja besta hamborgarann í bænum. Búllan er nú í öðru sæti og fylgir fast á hæla veitingahússins Patty & Bun. Fyrsta Búllan var opnuð í Lundúnum sumarið 2012 í litlu húsi í Marylebone-hverfi sem stóð til að rífa. „Það var ágætis staðsetning til að prófa þessa hugmynd og sjá hvort Búllan ætti erindi við Lundúnabúa,“ segir Sigurður Gunnlaugsson, yfirkokkur á Búllunni. „Þegar við opnuðum gekk mikið hamborgarafár yfir London og svo virtist á tímabili að annar hver maður væri hamborgarabloggari. Það hjálpaði okkur helling því við fengum fullt af ókeypis umfjöllun fyrir vikið. Í framhaldi af því og nokkrum mjög jákvæðum umfjöllunum í nokkrum stærstu fríblöðunum, sem dreift er á öllum lestarstöðvum, varð fljótt mjög mikið að gera hjá okkur.“ Í mars á þessu ári var síðan opnuð önnur Búlla á King‘s Road í Chelsea-hverfi. „Við erum jafnt og þétt að stimpla okkur inn í það hverfi með stöðugri aukningu og fleiri fastakúnnum, ekki síst eftir að dagblaðið The Independent valdi okkur sem bestu borgarana í Lundúnum í lok sumars.“ Þegar blaðamann Vísis bar að garði í Lundúnum í síðasta mánuði var Búllan með bás á Meatopia, stórri matarhátíð í borginni. Búllubásinn var sá vinsælasti á hátíðinni en röðin virtist ekki ætla enda að taka. Þá fuku út 600 hamborgara á mettíma. Samkvæmt Sigga og hamborgarasveinum Búllunnar hafa nokkrir frægir gestir heiðrað staðinn með nærveru sinni. „Reglulega sjáum við fréttir af því að heiman að David Beckham sé reglulegur gestur á Búllunni. Ég veit ekki hversu mikil áhrif það hefur haft á gestafjöldann okkar en hins vegar birtist grein í Evening Standard, einu stærsta fríblaði í London, um að Brooklyn Beckham sonur hans væri fastagestur hjá okkur. Hver veit nema það fyllist allt af átjan ára stelpum hjá okkur í framhaldi af því. En að öllu gríni sleppt þá hefur öll svona athygli að sjálfsögðu góð áhrif þar sem það eru líklega yfir 20.000 veitingastaðir í London og því margir um hituna.“
Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hálft ár af hári Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Fleiri fréttir Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Sjá meira