Fasisminn klæðir sig í felubúning Freyr Bjarnason skrifar 27. september 2014 07:00 Nýnasistar í þýska ÞJóðardemókrataflokknum (NPD), krúnurakaðir með tilheyrandi fána í bakgrunni. Uppgangur hægri öfgaflokka í evrópu hefur verið mikill upp á síðkastið. Nordicphotos/AP Uppgangur hægri öfgaflokka, eða þjóðernispopúlista, hefur verið mikill í Evrópu undanfarin ár. Flestir eru þeir andsnúnir innflytjendum úr röðum múslima, fjölmenningu, alþjóðavæðingu og auknu valdi Evrópusambandsins. Margir flokkanna hafa náð góðum árangri í þingkosningum heima fyrir og í kosningum til Evrópuþingsins, meðal annars með því að notfæra sér slæmt efnahagsástand heima fyrir í kjölfar kreppunnar. Svíþjóðardemókratar, sem eiga rætur að rekja til nýnasisma, náðu óvænt þrettán prósenta fylgi í síðustu þingkosningum og er flokkurinn orðinn sá þriðji stærsti í landinu. Aðspurður segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, að árangur þeirra hafi ekki komið á óvart miðað við það sem hefur verið að gerast í nágrannalöndunum. „Svíþjóð hefur verið það ríki Norðurlandanna þar sem uppgangur svona flokka hefur komið seinast fram og stuðningurinn verið minnstur. Að því leytinu er það eftirtektarvert hvað Svíþjóðardemókratar stökkva rosalega geyst fram núna. Fyrir fjórum árum fengu þeir fyrstu þingsætin og um fimm prósent atkvæða en núna eru þeir komnir í þrettán prósent,“ segir Eiríkur, sem er sjálfur að vinna að rannsókn sem snýst um að greina uppgang hægri öfgaflokka í Evrópu. „Svipað hafði gerst í Finnlandi 2010, þannig að Svíþjóðardemókratarnir eru seinustu þjóðernispopúlistarnir til að ná sterkri stöðu í Skandinavíu.“ Það sem er sérstakt við Svíþjóðardemókratana, að mati Eiríks, er að þeir eru harðari þjóðernispopúlistar en aðrir flokkar, hafa mun skýrari tengingu við nýnasistahreyfingar og eru að mörgu leyti fasískari í ummælum. „Það sem er að gerast núna eftir fjármálakrísuna er að það er komin fram þriðja kynslóð þjóðernispopúlistaflokka frá því eftir seinni heimsstyrjöld. Hún er frábrugðin þeim fyrri því hún fjarlægir sig frá skýrum tengslum við nasisma og fasisma,“ segir hann. „Fyrsta bylgjan kemur upp úr 1970 með fólki eins og Jean-Marie Le Pen [fyrrverandi leiðtoga Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi] sem setti sig meðal annars upp á móti fjölmenningarsamfélaginu sem þá var komið fram í Evrópu. Síðan koma dálítið harðar hreyfingar, nýnasistahreyfingar, þar sem menn eru með fasískar táknmyndir alls staðar og halda þeim á lofti. Þetta gerðist eiginlega úti um alla Austur-Evrópu, hjá Jobbik-hreyfingunni í Ungverjalandi og víðar,“ bætir Eiríkur við. „En það sem gerist eftir fjármálakrísuna er að þessar hreyfingar skipta um taktík og fara meira inn í meginstraumsstjórnmál. Þær flytja sig af jaðrinum og inn í það þóknanlega. Skýrasta dæmið um þessar breytingar er í Bretlandi. Þar hafði Breski þjóðernisflokkurinn mestan stuðning slíkra flokka, en meðlimir hans viðurkenndu að þeir væru rasistar. Þá kemur fram UKIP [Sjálfstæðisflokkur Bretlands] sem tekur þessa stöðu en þeir nota ekki fasíska retórík. Þetta er breytingin og þetta eru Svíþjóðardemókratar að gera. Þeir eru byggðir á flokki sem var beintengdur nýnasistum en skipta einfaldlega um nafn. Samt er sama fólkið þarna og alltaf eru að nást á myndbönd ummæli sem voru þau sömu og þau voru fyrir. Þau bara nota þau ekki í opinberri umræðu.“ Eiríkur telur eðlilegt að hafa áhyggjur af þessum uppgangi hægri öfgaflokka í Evrópu, því oft kemur þjóðernispopúlismi þeirra aftan að fólki. „Fasisminn felur sig alltaf. Hann klæðir sig í þann felubúning sem þykir ásættanlegur á hverjum tíma. Hann birtist ekki í sama formi og slíkar hreyfingar voru í annarri tíð, heldur í þeirri tíð sem gildir. Að því leytinu til fer hann mjög leynt.“Framsóknarflokkurinn býr yfir mörgum einkennum Hægri öfgaflokkar hafa ekki náð fótfestu hér á landi hingað til. Spurður hvort þjóðernispopúlismi sé það sem koma skal á Íslandi, eins og gerst hefur í nágrannalöndunum, segir Eiríkur Bergmann: „Á Íslandi hefur það verið þannig í gegnum áratugina að sjónarmið sem þóttu óboðleg víðast hvar í Evrópu og hröktust þar af leiðandi út á jaðarinn, lifðu ágætu lífi innan almennra stjórnmálaflokka á Íslandi. Þannig að það var ekki sama þörf til að stofna sérstaka flokka utan um slík sjónarmið,“ segir hann. „Hins vegar höfum við séð að stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa núna í seinni tíð tekið upp sum af þeim stefnumálum og aðferðum sem er beitt í þjóðernispopúlistaflokkum í Evrópu.“ Hann nefnir Framsóknarflokkinn sem dæmi og moskumálið sem tröllreið samfélaginu skömmu fyrir síðustu þingkosningar þegar Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti flokksins og flugvallarvina í Reykjavík, sagðist vilja afturkalla lóð til Félags múslima. Einnig nefnir hann fleiri dæmi úr Framsóknarflokknum eins og áherslu hans á þjóðmenninguna, að hið íslenska sé einhvers konar andsvar við hinu útlenska og að meiri afmörkun ætti að vera á milli „okkar“ sem tilheyrum þjóðinni og „hinna“ sem eru fyrir utan hana. „Ég hef notað tíu einkenni þjóðernispopúlistaflokka og íslenski Framsóknarflokkurinn tikkar í allmörg box af þeim,“ segir Eiríkur. „Framsóknarflokkurinn var ekki stofnaður sem þjóðernispopúlistaflokkur en hann hefur mjög djúpar rætur til íslenskrar þjóðmenningar. Að því leytinu til er hann á einhvern hátt þjóðernishreyfing.“ Að sögn Eiríks er Framfaraflokkurinn í Noregi líklega mýksta útgáfan af þjóðernispopúlistaflokkum í Evrópu en Svíþjóðardemókratar myndu flokkast með hörðum slíkum hreyfingum. „Það er klárt að ef við myndum flokka Framsóknarflokkinn með þjóðernispopúlistum þá væri hann svona í mýkri endanum.Eiríkur Bergmann segir að hið stóra stökk Svíþjóðardemókrata hafi komið á óvart. Mynd/Hörður sveinsson Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Uppgangur hægri öfgaflokka, eða þjóðernispopúlista, hefur verið mikill í Evrópu undanfarin ár. Flestir eru þeir andsnúnir innflytjendum úr röðum múslima, fjölmenningu, alþjóðavæðingu og auknu valdi Evrópusambandsins. Margir flokkanna hafa náð góðum árangri í þingkosningum heima fyrir og í kosningum til Evrópuþingsins, meðal annars með því að notfæra sér slæmt efnahagsástand heima fyrir í kjölfar kreppunnar. Svíþjóðardemókratar, sem eiga rætur að rekja til nýnasisma, náðu óvænt þrettán prósenta fylgi í síðustu þingkosningum og er flokkurinn orðinn sá þriðji stærsti í landinu. Aðspurður segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, að árangur þeirra hafi ekki komið á óvart miðað við það sem hefur verið að gerast í nágrannalöndunum. „Svíþjóð hefur verið það ríki Norðurlandanna þar sem uppgangur svona flokka hefur komið seinast fram og stuðningurinn verið minnstur. Að því leytinu er það eftirtektarvert hvað Svíþjóðardemókratar stökkva rosalega geyst fram núna. Fyrir fjórum árum fengu þeir fyrstu þingsætin og um fimm prósent atkvæða en núna eru þeir komnir í þrettán prósent,“ segir Eiríkur, sem er sjálfur að vinna að rannsókn sem snýst um að greina uppgang hægri öfgaflokka í Evrópu. „Svipað hafði gerst í Finnlandi 2010, þannig að Svíþjóðardemókratarnir eru seinustu þjóðernispopúlistarnir til að ná sterkri stöðu í Skandinavíu.“ Það sem er sérstakt við Svíþjóðardemókratana, að mati Eiríks, er að þeir eru harðari þjóðernispopúlistar en aðrir flokkar, hafa mun skýrari tengingu við nýnasistahreyfingar og eru að mörgu leyti fasískari í ummælum. „Það sem er að gerast núna eftir fjármálakrísuna er að það er komin fram þriðja kynslóð þjóðernispopúlistaflokka frá því eftir seinni heimsstyrjöld. Hún er frábrugðin þeim fyrri því hún fjarlægir sig frá skýrum tengslum við nasisma og fasisma,“ segir hann. „Fyrsta bylgjan kemur upp úr 1970 með fólki eins og Jean-Marie Le Pen [fyrrverandi leiðtoga Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi] sem setti sig meðal annars upp á móti fjölmenningarsamfélaginu sem þá var komið fram í Evrópu. Síðan koma dálítið harðar hreyfingar, nýnasistahreyfingar, þar sem menn eru með fasískar táknmyndir alls staðar og halda þeim á lofti. Þetta gerðist eiginlega úti um alla Austur-Evrópu, hjá Jobbik-hreyfingunni í Ungverjalandi og víðar,“ bætir Eiríkur við. „En það sem gerist eftir fjármálakrísuna er að þessar hreyfingar skipta um taktík og fara meira inn í meginstraumsstjórnmál. Þær flytja sig af jaðrinum og inn í það þóknanlega. Skýrasta dæmið um þessar breytingar er í Bretlandi. Þar hafði Breski þjóðernisflokkurinn mestan stuðning slíkra flokka, en meðlimir hans viðurkenndu að þeir væru rasistar. Þá kemur fram UKIP [Sjálfstæðisflokkur Bretlands] sem tekur þessa stöðu en þeir nota ekki fasíska retórík. Þetta er breytingin og þetta eru Svíþjóðardemókratar að gera. Þeir eru byggðir á flokki sem var beintengdur nýnasistum en skipta einfaldlega um nafn. Samt er sama fólkið þarna og alltaf eru að nást á myndbönd ummæli sem voru þau sömu og þau voru fyrir. Þau bara nota þau ekki í opinberri umræðu.“ Eiríkur telur eðlilegt að hafa áhyggjur af þessum uppgangi hægri öfgaflokka í Evrópu, því oft kemur þjóðernispopúlismi þeirra aftan að fólki. „Fasisminn felur sig alltaf. Hann klæðir sig í þann felubúning sem þykir ásættanlegur á hverjum tíma. Hann birtist ekki í sama formi og slíkar hreyfingar voru í annarri tíð, heldur í þeirri tíð sem gildir. Að því leytinu til fer hann mjög leynt.“Framsóknarflokkurinn býr yfir mörgum einkennum Hægri öfgaflokkar hafa ekki náð fótfestu hér á landi hingað til. Spurður hvort þjóðernispopúlismi sé það sem koma skal á Íslandi, eins og gerst hefur í nágrannalöndunum, segir Eiríkur Bergmann: „Á Íslandi hefur það verið þannig í gegnum áratugina að sjónarmið sem þóttu óboðleg víðast hvar í Evrópu og hröktust þar af leiðandi út á jaðarinn, lifðu ágætu lífi innan almennra stjórnmálaflokka á Íslandi. Þannig að það var ekki sama þörf til að stofna sérstaka flokka utan um slík sjónarmið,“ segir hann. „Hins vegar höfum við séð að stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa núna í seinni tíð tekið upp sum af þeim stefnumálum og aðferðum sem er beitt í þjóðernispopúlistaflokkum í Evrópu.“ Hann nefnir Framsóknarflokkinn sem dæmi og moskumálið sem tröllreið samfélaginu skömmu fyrir síðustu þingkosningar þegar Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti flokksins og flugvallarvina í Reykjavík, sagðist vilja afturkalla lóð til Félags múslima. Einnig nefnir hann fleiri dæmi úr Framsóknarflokknum eins og áherslu hans á þjóðmenninguna, að hið íslenska sé einhvers konar andsvar við hinu útlenska og að meiri afmörkun ætti að vera á milli „okkar“ sem tilheyrum þjóðinni og „hinna“ sem eru fyrir utan hana. „Ég hef notað tíu einkenni þjóðernispopúlistaflokka og íslenski Framsóknarflokkurinn tikkar í allmörg box af þeim,“ segir Eiríkur. „Framsóknarflokkurinn var ekki stofnaður sem þjóðernispopúlistaflokkur en hann hefur mjög djúpar rætur til íslenskrar þjóðmenningar. Að því leytinu til er hann á einhvern hátt þjóðernishreyfing.“ Að sögn Eiríks er Framfaraflokkurinn í Noregi líklega mýksta útgáfan af þjóðernispopúlistaflokkum í Evrópu en Svíþjóðardemókratar myndu flokkast með hörðum slíkum hreyfingum. „Það er klárt að ef við myndum flokka Framsóknarflokkinn með þjóðernispopúlistum þá væri hann svona í mýkri endanum.Eiríkur Bergmann segir að hið stóra stökk Svíþjóðardemókrata hafi komið á óvart. Mynd/Hörður sveinsson
Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira