Lífið

Tveir kóngar sameinast á ný

Hér eru þeir Denzel Washington og Antoine Fuqua á góðri stund.
Hér eru þeir Denzel Washington og Antoine Fuqua á góðri stund. vísir/getty
Stórleikarinn Denzel Washington og leikstjórinn Antoine Fuqua leiða saman hesta sína á nýjan leik því Washington hefur nú verið staðfestur sem einn af aðalleikurunum í kvikmyndinni The Magnificent Seven. Þetta staðfesti Fuqua á kvikmyndahátíðinni í Toronto á dögunum, þar sem þeir tveir eru einmitt að kynna aðra kvikmynd sem þeir vinna saman að, The Equalizer.

Þeir félagar eru þó þekktastir fyrir kvikmyndina Training Day, þar sem Washington fór með aðalhlutverkið og Fuqua sá um leikstjórn en hún skilaði stórleikaranum einmitt Óskarsverðlaunum.

Nýja kvikmyndin, The Magnificent Seven, er önnur endurgerð af kvikmyndinni Seven Samurai eftir Akira Kurosawa árið 1954. Fyrri endurgerðin er frá árinu 1960 og léku Yul Brynner, Steve McQueen, Charles Bronson, James Coburn og Robert Vaughn í þeirri mynd. Sagan gerist í smábæ sem ræður sjö menn til þess að vernda bæinn og mun Washington því bregða sér í líki verndarengils sem berst gegn glæpum.

Tom Cruise var orðaður við hlutverkið sem Washington fer með en svo virðist vera sem að sá síðarnefndi hafa haft hlutverkið af hjartaknúsaranum Tom Cruise.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.