Lífið

Aðdáendur heiðruðu kónginn

Aðdáendaklúbbur Elvis Presley á Íslandi í góðum gír.
Aðdáendaklúbbur Elvis Presley á Íslandi í góðum gír.
Aðdáendaklúbbur Elvis Presley á Íslandi kom saman á Gullöldinni í Grafarvogi um helgina þar sem sannkölluð Elvis-stemning réð ríkjum. Fjöldi fólks lét sjá sig enda á kóngurinn fjölda aðdáenda hér á landi. Jósef „Presley“ Ólason tók lagið enda ein fremsta Elvis eftirherma landsins.

Þá var karókívélin vel nýtt og fólk söng lög kóngsins, ásamt því að gæða sér á gómsætum pítsum og sérútbúnum Elvis-samlokum.

Myndir frá viðburðinum má sjá hér að neðan en Bragi Rúnar Sveinsson tók myndirnar.

Jósef „Presley“ Ólason ein fremsta Elvis eftirherma landins tók að sjálfsögðu lagið. Guðmundur mundar saxinn af stakri prýði.
Magnúsi Paul Korntop einn mesti Elvis-aðdáandi landsins tók lagið ásamt vinkonu sinni.
Hér sjáum við glæsilegt Elvis-flúr sem einn aðdáandi skartaði.
Fjöldi fólks lagði leið sín upp á svið og söng lög kóngsins.
Kóngurinn, Jósef „Presley“ Ólason mættur á svæðið.
Magnúsi Paul Korntop og fleiri Elvis aðdáendur skemmta sér vel.
Flottir Elvis bolir
Grétar Þór Grétarsson er alvanur því að syngja lög kóngsins og sveik engann með frábærri frammistöðu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.