Pottþéttur Vesalingur í Bandaríkjunum Gunnar Leó Pálsson skrifar 18. ágúst 2014 09:00 Jóhann Schram Reed er að hefja mastersnám við Jacobs School of Music í Indiana-háskóla. mynd/einkasafn „Yfir heildina litið er þetta eitt af mínum uppáhaldsverkefnum hingað til. Þeir sem þekkja til sýningarinnar vita hvað hún er stór og að hún krefst ekki einungis pottþéttra söngvara í aðalhlutverkunum, heldur er hún stútfull af smærri, þó mikilvægum hlutverkum ásamt að sjálfsögðu stórum kór,“ segir Jóhann Schram Reed sem hefur vakið mikla lukku í hlutverki lögregluforingjans Javerts í söngleiknum Les Misérables, eða Vesalingunum, sem settur var upp í Bandaríkjunum í sumar. Sýningin var hluti af Bay View Music Festival, tónlistarhátíð sem haldin er hvert sumar í Bay View í Michigan og voru söngvarar og leikarar ráðnir frá öllum kimum landsins. „Þannig var að ég þekkti leikstjórann frá eldri sýningum sem við höfðum unnið að saman. Einn daginn fékk ég símtal frá honum þar sem hann tjáði mér að hann hefði misst einn af leikurunum sínum á síðustu stundu og spurði hvort ég hefði áhuga á að taka við hlutverki Javerts. Það tók ekki langan tíma fyrir mig að grípa það tækifæri. Við bjuggum svo öll saman í Bay View meðan á æfingum og sýningum stóð. Sýningin var sett upp í leikhúsi í Bay View, um 1.700 manna húsi, sem við vorum svo lánsöm að geta fyllt hvert einasta kvöld,“ útskýrir Jóhann. Hann fékk mikið lof í fjölmiðlum vestanhafs fyrir leik sinn og söng.Jóhann Schram Reed í hlutverki í Javerts.Jóhann er af músíkölskum ættum og var á kafi í tónlist á Íslandi áður en hann fór til Bandaríkjanna. „Eftir að hafa sungið og leikið tónlist í nokkur ár á Íslandi flutti ég til Kaliforníu haustið 2010 og hóf B.M. (Bachelor of Music) nám þar. Það nám kláraði ég síðastliðið vor og hef mastersnám í sömu grein eftir rúma viku. Síðan ég flutti hef ég notið þess heiðurs að fá að spreyta mig á ýmsum óperusviðum hér í Kaliforníu og víðar,“ segir Jóhann. Hann er þessa dagana að flytja hálfa leið yfir Bandaríkin, frá Kaliforníu til Bloomington í Indiana-fylki, þar sem hann er að hefja mastersnám við Jacobs School of Music, innan Indiana University. „Ég sé fram á tveggja til þriggja ára nám þar í einu stærsta og mest spennandi óperuprógrammi í Bandaríkjunum og þó víðar væri leitað. Töluvert af íslenskum óperusöngvurum hefur farið í gegnum sama söngnám í Indiana, þar á meðal faðir minn, Keith Reed.“ Þess má til gamans geta að unnusta Jóhanns, Emily Dyer, sem er sópransöngkona, er á leið í sama nám í Indiana University. Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira
„Yfir heildina litið er þetta eitt af mínum uppáhaldsverkefnum hingað til. Þeir sem þekkja til sýningarinnar vita hvað hún er stór og að hún krefst ekki einungis pottþéttra söngvara í aðalhlutverkunum, heldur er hún stútfull af smærri, þó mikilvægum hlutverkum ásamt að sjálfsögðu stórum kór,“ segir Jóhann Schram Reed sem hefur vakið mikla lukku í hlutverki lögregluforingjans Javerts í söngleiknum Les Misérables, eða Vesalingunum, sem settur var upp í Bandaríkjunum í sumar. Sýningin var hluti af Bay View Music Festival, tónlistarhátíð sem haldin er hvert sumar í Bay View í Michigan og voru söngvarar og leikarar ráðnir frá öllum kimum landsins. „Þannig var að ég þekkti leikstjórann frá eldri sýningum sem við höfðum unnið að saman. Einn daginn fékk ég símtal frá honum þar sem hann tjáði mér að hann hefði misst einn af leikurunum sínum á síðustu stundu og spurði hvort ég hefði áhuga á að taka við hlutverki Javerts. Það tók ekki langan tíma fyrir mig að grípa það tækifæri. Við bjuggum svo öll saman í Bay View meðan á æfingum og sýningum stóð. Sýningin var sett upp í leikhúsi í Bay View, um 1.700 manna húsi, sem við vorum svo lánsöm að geta fyllt hvert einasta kvöld,“ útskýrir Jóhann. Hann fékk mikið lof í fjölmiðlum vestanhafs fyrir leik sinn og söng.Jóhann Schram Reed í hlutverki í Javerts.Jóhann er af músíkölskum ættum og var á kafi í tónlist á Íslandi áður en hann fór til Bandaríkjanna. „Eftir að hafa sungið og leikið tónlist í nokkur ár á Íslandi flutti ég til Kaliforníu haustið 2010 og hóf B.M. (Bachelor of Music) nám þar. Það nám kláraði ég síðastliðið vor og hef mastersnám í sömu grein eftir rúma viku. Síðan ég flutti hef ég notið þess heiðurs að fá að spreyta mig á ýmsum óperusviðum hér í Kaliforníu og víðar,“ segir Jóhann. Hann er þessa dagana að flytja hálfa leið yfir Bandaríkin, frá Kaliforníu til Bloomington í Indiana-fylki, þar sem hann er að hefja mastersnám við Jacobs School of Music, innan Indiana University. „Ég sé fram á tveggja til þriggja ára nám þar í einu stærsta og mest spennandi óperuprógrammi í Bandaríkjunum og þó víðar væri leitað. Töluvert af íslenskum óperusöngvurum hefur farið í gegnum sama söngnám í Indiana, þar á meðal faðir minn, Keith Reed.“ Þess má til gamans geta að unnusta Jóhanns, Emily Dyer, sem er sópransöngkona, er á leið í sama nám í Indiana University.
Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira