Beikonið yfirtekur borgina Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. ágúst 2014 11:00 Árni Georgsson, í bleika bolnum, er einn af stofnendum Reykjavík Bacon Festival ásamt fleiri beilonunnendum. Vísir/Daníel „Beikonið mun flæða niður Skólavörðustíginn og ég lofa góðu stuði og góðum mat,“ segir Árni Georgsson, einn af stofnendum hátíðarinnar Reykjavík Bacon Festival, sem haldin verður hátíðleg fjórða árið í röð á Skólavörðustíg í dag. Um er að ræða mikla matarhátíð undir yfirskriftinni Matarhátíð alþýðunnar en fjölmargir veitingastaðir munu selja beikoninnblásna rétti í matartjöldum víðs vegar á Skólavörðustígnum. Ágóði af hátíðinni rennur til Umhyggju, styrktarfélags langveikra barna. Árni er mikill beikonáhugamaður og reykir sitt eigið beikon. „Ég hef reykt mitt eigið beikon á Svínanesi í Svínahlíð í Grafningnum í Þingvallasveit og er þar með reykskúr við sumarbústaðinn. Ég hef mjög gaman af svínum og í raun öllum dýrum,“ segir Árni.Árnir GeorgssonSpurður út í hvort neysla á beikoni sé óholl segir Árni hófsemi skipta miklu máli. „Í beikoni eru næringarefni sem þú þarft en eins og með allt annað þá þarf að gæta hófs í neyslunni. Þetta snýst um að neyta þess á ábyrgan hátt. Það er einhver ástæða fyrir því að svín hafa fylgt okkur þetta lengi,“ segir Árni. Reykjavík Bacon Festival er systurhátíð Blue Ribbon Bacon, stærstu beikonhátíðar í heimi, sem haldin er ár hvert í Des Moines í Iowa. „Það eru tveir Bandaríkjamenn sem eru komnir til okkar, Brooks Reynolds og Marshall Porter, þeir eru goðsagnir í beikonheiminum og halda stærstu beikonhátíð í heimi. Þeir eru að koma hingað fjórða árið í röð og kunna vel við sig,“ bætir Árni við. Hátíðin er haldin af nokkrum vinum og er skipulagningin öll unnin í sjálfboðavinnu og munu 60 sjálfboðaliðar frá Veraldarvinum hjálpa til á hátíðinni ásamt fleirum. Leiktæki, beikon og skemmtiatriði verða í boði fyrir alla. Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
„Beikonið mun flæða niður Skólavörðustíginn og ég lofa góðu stuði og góðum mat,“ segir Árni Georgsson, einn af stofnendum hátíðarinnar Reykjavík Bacon Festival, sem haldin verður hátíðleg fjórða árið í röð á Skólavörðustíg í dag. Um er að ræða mikla matarhátíð undir yfirskriftinni Matarhátíð alþýðunnar en fjölmargir veitingastaðir munu selja beikoninnblásna rétti í matartjöldum víðs vegar á Skólavörðustígnum. Ágóði af hátíðinni rennur til Umhyggju, styrktarfélags langveikra barna. Árni er mikill beikonáhugamaður og reykir sitt eigið beikon. „Ég hef reykt mitt eigið beikon á Svínanesi í Svínahlíð í Grafningnum í Þingvallasveit og er þar með reykskúr við sumarbústaðinn. Ég hef mjög gaman af svínum og í raun öllum dýrum,“ segir Árni.Árnir GeorgssonSpurður út í hvort neysla á beikoni sé óholl segir Árni hófsemi skipta miklu máli. „Í beikoni eru næringarefni sem þú þarft en eins og með allt annað þá þarf að gæta hófs í neyslunni. Þetta snýst um að neyta þess á ábyrgan hátt. Það er einhver ástæða fyrir því að svín hafa fylgt okkur þetta lengi,“ segir Árni. Reykjavík Bacon Festival er systurhátíð Blue Ribbon Bacon, stærstu beikonhátíðar í heimi, sem haldin er ár hvert í Des Moines í Iowa. „Það eru tveir Bandaríkjamenn sem eru komnir til okkar, Brooks Reynolds og Marshall Porter, þeir eru goðsagnir í beikonheiminum og halda stærstu beikonhátíð í heimi. Þeir eru að koma hingað fjórða árið í röð og kunna vel við sig,“ bætir Árni við. Hátíðin er haldin af nokkrum vinum og er skipulagningin öll unnin í sjálfboðavinnu og munu 60 sjálfboðaliðar frá Veraldarvinum hjálpa til á hátíðinni ásamt fleirum. Leiktæki, beikon og skemmtiatriði verða í boði fyrir alla.
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira