Beikonið yfirtekur borgina Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. ágúst 2014 11:00 Árni Georgsson, í bleika bolnum, er einn af stofnendum Reykjavík Bacon Festival ásamt fleiri beilonunnendum. Vísir/Daníel „Beikonið mun flæða niður Skólavörðustíginn og ég lofa góðu stuði og góðum mat,“ segir Árni Georgsson, einn af stofnendum hátíðarinnar Reykjavík Bacon Festival, sem haldin verður hátíðleg fjórða árið í röð á Skólavörðustíg í dag. Um er að ræða mikla matarhátíð undir yfirskriftinni Matarhátíð alþýðunnar en fjölmargir veitingastaðir munu selja beikoninnblásna rétti í matartjöldum víðs vegar á Skólavörðustígnum. Ágóði af hátíðinni rennur til Umhyggju, styrktarfélags langveikra barna. Árni er mikill beikonáhugamaður og reykir sitt eigið beikon. „Ég hef reykt mitt eigið beikon á Svínanesi í Svínahlíð í Grafningnum í Þingvallasveit og er þar með reykskúr við sumarbústaðinn. Ég hef mjög gaman af svínum og í raun öllum dýrum,“ segir Árni.Árnir GeorgssonSpurður út í hvort neysla á beikoni sé óholl segir Árni hófsemi skipta miklu máli. „Í beikoni eru næringarefni sem þú þarft en eins og með allt annað þá þarf að gæta hófs í neyslunni. Þetta snýst um að neyta þess á ábyrgan hátt. Það er einhver ástæða fyrir því að svín hafa fylgt okkur þetta lengi,“ segir Árni. Reykjavík Bacon Festival er systurhátíð Blue Ribbon Bacon, stærstu beikonhátíðar í heimi, sem haldin er ár hvert í Des Moines í Iowa. „Það eru tveir Bandaríkjamenn sem eru komnir til okkar, Brooks Reynolds og Marshall Porter, þeir eru goðsagnir í beikonheiminum og halda stærstu beikonhátíð í heimi. Þeir eru að koma hingað fjórða árið í röð og kunna vel við sig,“ bætir Árni við. Hátíðin er haldin af nokkrum vinum og er skipulagningin öll unnin í sjálfboðavinnu og munu 60 sjálfboðaliðar frá Veraldarvinum hjálpa til á hátíðinni ásamt fleirum. Leiktæki, beikon og skemmtiatriði verða í boði fyrir alla. Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Sjá meira
„Beikonið mun flæða niður Skólavörðustíginn og ég lofa góðu stuði og góðum mat,“ segir Árni Georgsson, einn af stofnendum hátíðarinnar Reykjavík Bacon Festival, sem haldin verður hátíðleg fjórða árið í röð á Skólavörðustíg í dag. Um er að ræða mikla matarhátíð undir yfirskriftinni Matarhátíð alþýðunnar en fjölmargir veitingastaðir munu selja beikoninnblásna rétti í matartjöldum víðs vegar á Skólavörðustígnum. Ágóði af hátíðinni rennur til Umhyggju, styrktarfélags langveikra barna. Árni er mikill beikonáhugamaður og reykir sitt eigið beikon. „Ég hef reykt mitt eigið beikon á Svínanesi í Svínahlíð í Grafningnum í Þingvallasveit og er þar með reykskúr við sumarbústaðinn. Ég hef mjög gaman af svínum og í raun öllum dýrum,“ segir Árni.Árnir GeorgssonSpurður út í hvort neysla á beikoni sé óholl segir Árni hófsemi skipta miklu máli. „Í beikoni eru næringarefni sem þú þarft en eins og með allt annað þá þarf að gæta hófs í neyslunni. Þetta snýst um að neyta þess á ábyrgan hátt. Það er einhver ástæða fyrir því að svín hafa fylgt okkur þetta lengi,“ segir Árni. Reykjavík Bacon Festival er systurhátíð Blue Ribbon Bacon, stærstu beikonhátíðar í heimi, sem haldin er ár hvert í Des Moines í Iowa. „Það eru tveir Bandaríkjamenn sem eru komnir til okkar, Brooks Reynolds og Marshall Porter, þeir eru goðsagnir í beikonheiminum og halda stærstu beikonhátíð í heimi. Þeir eru að koma hingað fjórða árið í röð og kunna vel við sig,“ bætir Árni við. Hátíðin er haldin af nokkrum vinum og er skipulagningin öll unnin í sjálfboðavinnu og munu 60 sjálfboðaliðar frá Veraldarvinum hjálpa til á hátíðinni ásamt fleirum. Leiktæki, beikon og skemmtiatriði verða í boði fyrir alla.
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Sjá meira