Eldar úr engu fyrir fátæka námsmenn Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. ágúst 2014 18:27 Námsmenn eiga sjaldnast fulla ísskápa af hráefni en það stoppar ekki Ástu sem notar hugmyndaauðgi í eldhúsinu. Fréttablaðið/ Ásta Maack er 23 ára nemi í líffræði við Háskóla Íslands sem starfar sem tollvörður á sumrin. Hún ákvað í ágúst að hefja skrif á bloggsíðu þar sem hún gefur námsmönnum hugmyndir að ódýrum mat sem auðvelt er að matbúa. „Fullt af nemendum kaupa matinn sinn alltaf tilbúinn, finnst hann í raun ekkert spes en dettur bara ekkert annað í hug. Ég skil ekki hvernig fólk nær að lifa á námslánum en kaupa svo alltaf tilbúinn mat sem kostar fullt af pening,“ útskýrir Ásta sem býr ásamt kærastanum sínum á stúdentagörðunum við Sæmundargötu. Bloggsíðu sína kallar Ásta einfaldlega Fátæki námsmaðurinn. Á síðuna setur Ásta inn uppskriftir þar sem bókstaflega ekkert hefur verið til í eldhúsinu nema hugmyndaauðgi hennar. En við hverju mega áhugasamir lesendur búast á næstunni? „Alveg helling af alls konar. Bæði ódýrum réttum sem ég geri þegar ekkert er til í eldhúsinu, millimála gúrm-réttum en einnig stærri máltíðum sem kosta aðeins meira en endast lengur.“eINFALT OG GOTT Núðlur eru herramannsmatur og sérstaklega þegar með þeim eru marineraðar rækjur. Mynd/ÁstaUppskrift að einföldum glernúðlum með marineruðum rækjum: Ástu dauðlangaði skyndilega í rækjur, sem gerist að hennar sögn ekki oft, og því ákvað hún að deila þessum einfalda og ódýra núðlurétti með lesendum Vísis. Innihald: Um 200 gr rækjur, fékk þær ódýrar frosnar Um 100 gr glernúðlur, auðvitað má nota hvaða núðlur sem er en mamma gaf mér þessar og þær eru snilld, svo ég nota þær. Hálfur eða heill chili-pipar, fræhreinsaður 1 þumlungur engifer 1 stór geiri hvítlaukur Kóríander Sojasósa ½ tsk. hunang 1 stk. lime Sweet chili-sósa Aukalega pínulítið hnetusmjör, ég nota það í staðinn fyrir hnetu- eða satay-sósu, því ég á það ekki. Aðferð: 1. Byrjað er á því að setja dass af rækjum í sigti, vatn látið renna á þær og það svo sigtað frá. 2. Saxa niður chili, engifer, hvítlauk og um 6 stilka af kóríandernum, en ekki laufin! 3. Saxaða hráefninu síðan blandað saman við rækjurnar ásamt hunangi og smá safa af lime. Svo leyfi ég öllu að standa aðeins lengur. Því lengur sem rækjurnar fá að marinerast því sterkari verður rétturinn. 4. Sjóðandi vatni hellt yfir glernúðlurnar í annarri skál og látið standa í um 7 mín. Mismunandi þó eftir núðlum. 5. Hita pönnuna og rækjurnar steiktar, ásamt því að bæta smá sweet chili- og sojasósu á pönnuna. Ekki samt steikja rækjurnar of lengi (lengur en 7-10 mín) því þá skreppa þær saman. 6. Meðan rækjurnar dúlla sér helli ég vatninu af núðlunum og læt kalt vatn renna á þær og sigta svo frá og læt þær standa í nokkrar mínútur. 7. Set núðlurnar á pönnuna með rækjunum, velti saman og slekk undir hellunni. Hér væri gott að setja örlítið af hnetusmjöri saman við, en alls ekki nauðsynlegt. 8. Að lokum er allt tekið af pönnunni og sett í djúpan disk. Gott er að kreista lime yfir réttinn og fallegt að skreyta með laufunum af kóríanderstilkunum. Mest lesið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Fleiri fréttir Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Sjá meira
Ásta Maack er 23 ára nemi í líffræði við Háskóla Íslands sem starfar sem tollvörður á sumrin. Hún ákvað í ágúst að hefja skrif á bloggsíðu þar sem hún gefur námsmönnum hugmyndir að ódýrum mat sem auðvelt er að matbúa. „Fullt af nemendum kaupa matinn sinn alltaf tilbúinn, finnst hann í raun ekkert spes en dettur bara ekkert annað í hug. Ég skil ekki hvernig fólk nær að lifa á námslánum en kaupa svo alltaf tilbúinn mat sem kostar fullt af pening,“ útskýrir Ásta sem býr ásamt kærastanum sínum á stúdentagörðunum við Sæmundargötu. Bloggsíðu sína kallar Ásta einfaldlega Fátæki námsmaðurinn. Á síðuna setur Ásta inn uppskriftir þar sem bókstaflega ekkert hefur verið til í eldhúsinu nema hugmyndaauðgi hennar. En við hverju mega áhugasamir lesendur búast á næstunni? „Alveg helling af alls konar. Bæði ódýrum réttum sem ég geri þegar ekkert er til í eldhúsinu, millimála gúrm-réttum en einnig stærri máltíðum sem kosta aðeins meira en endast lengur.“eINFALT OG GOTT Núðlur eru herramannsmatur og sérstaklega þegar með þeim eru marineraðar rækjur. Mynd/ÁstaUppskrift að einföldum glernúðlum með marineruðum rækjum: Ástu dauðlangaði skyndilega í rækjur, sem gerist að hennar sögn ekki oft, og því ákvað hún að deila þessum einfalda og ódýra núðlurétti með lesendum Vísis. Innihald: Um 200 gr rækjur, fékk þær ódýrar frosnar Um 100 gr glernúðlur, auðvitað má nota hvaða núðlur sem er en mamma gaf mér þessar og þær eru snilld, svo ég nota þær. Hálfur eða heill chili-pipar, fræhreinsaður 1 þumlungur engifer 1 stór geiri hvítlaukur Kóríander Sojasósa ½ tsk. hunang 1 stk. lime Sweet chili-sósa Aukalega pínulítið hnetusmjör, ég nota það í staðinn fyrir hnetu- eða satay-sósu, því ég á það ekki. Aðferð: 1. Byrjað er á því að setja dass af rækjum í sigti, vatn látið renna á þær og það svo sigtað frá. 2. Saxa niður chili, engifer, hvítlauk og um 6 stilka af kóríandernum, en ekki laufin! 3. Saxaða hráefninu síðan blandað saman við rækjurnar ásamt hunangi og smá safa af lime. Svo leyfi ég öllu að standa aðeins lengur. Því lengur sem rækjurnar fá að marinerast því sterkari verður rétturinn. 4. Sjóðandi vatni hellt yfir glernúðlurnar í annarri skál og látið standa í um 7 mín. Mismunandi þó eftir núðlum. 5. Hita pönnuna og rækjurnar steiktar, ásamt því að bæta smá sweet chili- og sojasósu á pönnuna. Ekki samt steikja rækjurnar of lengi (lengur en 7-10 mín) því þá skreppa þær saman. 6. Meðan rækjurnar dúlla sér helli ég vatninu af núðlunum og læt kalt vatn renna á þær og sigta svo frá og læt þær standa í nokkrar mínútur. 7. Set núðlurnar á pönnuna með rækjunum, velti saman og slekk undir hellunni. Hér væri gott að setja örlítið af hnetusmjöri saman við, en alls ekki nauðsynlegt. 8. Að lokum er allt tekið af pönnunni og sett í djúpan disk. Gott er að kreista lime yfir réttinn og fallegt að skreyta með laufunum af kóríanderstilkunum.
Mest lesið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Fleiri fréttir Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Sjá meira