Lífið

Breiða út boðskapinn erlendis

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Pollapönk er góð fyrirmynd og breiðir út boðskapinn.
Pollapönk er góð fyrirmynd og breiðir út boðskapinn. Vísir/Getty
Hljómsveitin Pollapönk kemur fram í Þýskalandi um helgina, nánar tiltekið í München. Um er að ræða tónleika á mannréttindahátíðinni, Hans Strasse Festival, en sveitin hefur eins og flestir vita góðan boðskap fram að færa og reynir að útrýma fordómum.

Þema hátíðarinnar er Rússland Úkraína og geta Pollarnir eflaust lagt hönd á plóg. Hátíðin er stór og að jafnaði sækja hana um 35.000 manns. Hún byrjaði sem lítið götugrill en er orðin ein stærsta götuhátíð Þýskalands.

Pollarnir spila þarna þrenna tónleika og söfnuðu að sjálfsögðu mottu í tilefni ferðarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.