Vissum að þetta yrði gríðarlega erfitt Kristinn Páll Teitsson skrifar 15. ágúst 2014 06:30 Aníta, hér til hægri í hlaupinu í gær. Vísir/Getty Aníta Hinriksdóttir komst ekki í úrslitin í 800 metra hlaupi kvenna á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Zürich í Sviss. Aníta lenti í sjötta sæti í undanúrslitariðlinum sínum er hún kom í mark á 2:02.45 mínútum, tæplega hálfri sekúndu seinna en deginum áður. „Mér fannst hún standa sig mjög vel. Hún var að keppa við allar þær bestu í þessari grein og við vissum að þetta yrði gríðarlega erfitt. Hún getur gengið stolt frá vellinum eftir þessa frammistöðu,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Í fyrsta riðlinum voru margar konur sem komust áfram þrátt fyrir að vera ekki á fullum krafti og við vissum að þetta yrði enn erfiðara enn í gær en þegar á hólminn var komið vildum við auðvitað komast í úrslit.“ „Ég er mjög sáttur við niðurstöðuna að ná ellefta sæti á jafn stóru móti sem hún er að keppa á í fyrsta sinn. Þær voru tvær úr unglingaflokki á mótinu og voru keppinautar hennar hérna flest allar reyndir hlauparar.“ Aníta byrjaði hlaupið vel annan daginn í röð en gaf eftir á lokasprettinum. Lenti hún fyrir aftan fremsta hóp og horfði á forystuhópinn koma í mark fyrir framan sig. „Hún gerði þetta eins og við höfðum lagt upp með og hún ætlaði sér að gera betur á síðasta kaflanum. Það er svo mikil taktík í þessu og það er ekki hægt að tryggja að einhver áætlun gangi upp,“ sagði Gunnar. „Hún lenti fyrir aftan eina sem er afar reynd. Þegar hún hægði á sér missti Aníta örlítið taktinn og þegar hún gaf aftur í náði Aníta ekki að ná upp sama krafti. Hún á ekki í vandræðum með að rífa upp kraftinn þegar fimmtíu metrar eru eftir en Aníta hefur ekki alveg styrkinn í það,“ sagði Gunnar en hann sagðist vera spenntur fyrir hlaupi Kára Steins um helgina. „Oft eru þessar brautir lagðar til þess að sýna brautina og eftir að hafa labbað þetta verð ég að segja að þetta er ein erfiðasta braut sem ég man eftir. Það eru mjög erfiðar brekkur sem eru farnar fjórum sinnum og þetta verður mjög erfitt.“Hafdís Sigurðardóttir jafnaði besta tíma sinn í 200 metra hlaupi á mótinu en það dugði henni ekki í gær. Hafdís lenti í 28. sæti í undanrásunum og hefur lokið keppni á mótinu. Þá hefur Guðmundur Sverrisson einnig lokið keppni en öll þrjú köst hans í spjótkastinu í gær voru ógild. Frjálsar íþróttir Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir komst ekki í úrslitin í 800 metra hlaupi kvenna á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Zürich í Sviss. Aníta lenti í sjötta sæti í undanúrslitariðlinum sínum er hún kom í mark á 2:02.45 mínútum, tæplega hálfri sekúndu seinna en deginum áður. „Mér fannst hún standa sig mjög vel. Hún var að keppa við allar þær bestu í þessari grein og við vissum að þetta yrði gríðarlega erfitt. Hún getur gengið stolt frá vellinum eftir þessa frammistöðu,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Í fyrsta riðlinum voru margar konur sem komust áfram þrátt fyrir að vera ekki á fullum krafti og við vissum að þetta yrði enn erfiðara enn í gær en þegar á hólminn var komið vildum við auðvitað komast í úrslit.“ „Ég er mjög sáttur við niðurstöðuna að ná ellefta sæti á jafn stóru móti sem hún er að keppa á í fyrsta sinn. Þær voru tvær úr unglingaflokki á mótinu og voru keppinautar hennar hérna flest allar reyndir hlauparar.“ Aníta byrjaði hlaupið vel annan daginn í röð en gaf eftir á lokasprettinum. Lenti hún fyrir aftan fremsta hóp og horfði á forystuhópinn koma í mark fyrir framan sig. „Hún gerði þetta eins og við höfðum lagt upp með og hún ætlaði sér að gera betur á síðasta kaflanum. Það er svo mikil taktík í þessu og það er ekki hægt að tryggja að einhver áætlun gangi upp,“ sagði Gunnar. „Hún lenti fyrir aftan eina sem er afar reynd. Þegar hún hægði á sér missti Aníta örlítið taktinn og þegar hún gaf aftur í náði Aníta ekki að ná upp sama krafti. Hún á ekki í vandræðum með að rífa upp kraftinn þegar fimmtíu metrar eru eftir en Aníta hefur ekki alveg styrkinn í það,“ sagði Gunnar en hann sagðist vera spenntur fyrir hlaupi Kára Steins um helgina. „Oft eru þessar brautir lagðar til þess að sýna brautina og eftir að hafa labbað þetta verð ég að segja að þetta er ein erfiðasta braut sem ég man eftir. Það eru mjög erfiðar brekkur sem eru farnar fjórum sinnum og þetta verður mjög erfitt.“Hafdís Sigurðardóttir jafnaði besta tíma sinn í 200 metra hlaupi á mótinu en það dugði henni ekki í gær. Hafdís lenti í 28. sæti í undanrásunum og hefur lokið keppni á mótinu. Þá hefur Guðmundur Sverrisson einnig lokið keppni en öll þrjú köst hans í spjótkastinu í gær voru ógild.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Sjá meira