Labbaði úr Þórsmörk þegar farið klikkaði Kristjana Arnarsdóttir skrifar 30. júlí 2014 10:30 Helgi Sæmundur segir að fari hann aftur í göngu í sumar verði Laugavegurinn líklega fyrir valinu. „Þetta var mikið stuð en ég var bara ekki alveg nógu vel undirbúinn,“ segir Helgi Sæmundur Guðmundsson, liðsmaður hljómsveitarinnar Úlfur Úlfur, sem dreif sig upp á Fimmvörðuháls í blíðskaparveðri á sunnudag. Ferðalagið varð þó töluvert lengra en áætlað var þegar bílfarið sem Helgi reiknaði með úr Þórsmörk klikkaði. „Félagi minn er að keyra þarna um sem „guide“ en það hafði ekkert orðið úr áætlaðri ferð hjá honum um daginn svo hann kom aldrei inn í Þórsmörk.“ Helgi þurfti því að halda af stað fótgangandi um 25 kílómetra leið að Seljalandsfossi og þaðan upp á þjóðveg þar sem hann húkkaði sér far að bílnum sínum sem beið hans við Skóga. Björgunarsveitinni tókst þó að bjarga honum í eitt sinn á leiðinni. „Þegar ég var kominn að Krossá voru góð ráð dýr því áin var djúp og nokkuð straumþung. Ég lagði ekki í það að vaða yfir svo ég beið í smá stund og velti því fyrir mér hvað ég ætti að gera. Þá skyndilega kemur björgunarsveitin og skutlar mér yfir. Ansi heppilegt, ég verð nú að segja það.“ Helgi segir að allt í allt hafi ferðalagið því verið einir 47 kílómetrar sem hann gekk á 12 klukkustundum. Hann kveðst hafa tognað örlítið á vinstri fæti í svaðilförinni en er að öðru leyti hress. „Ég er enginn fjallagarpur en þetta var mikið stuð. Það væri gaman að ná að ganga Laugaveginn líka í sumar en þá verð ég eflaust að vera örlítið betur undirbúinn.“ Úlfur Úlfur gaf nýverið út myndband við lagið Tarantúlur en lagið er annað smáskífulag væntanlegrar breiðskífu hljómsveitarinnar. „Eina vinnan mín í sumar er að leggja lokahönd á plötuna en reyni þess á milli hendi ég mér upp á fjöll. Þá reyni ég nú að hlusta á annað en okkar eigin lög, jafnvel eitthvað eftir Bruce Springsteen, Tom Waits, Fleetwood Mac og Arcade Fire.“ Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Lífið Hyalúrónsýra, kraftaverkaefni nútímans Lífið samstarf Fleiri fréttir Fagna tíu ár af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Sjá meira
„Þetta var mikið stuð en ég var bara ekki alveg nógu vel undirbúinn,“ segir Helgi Sæmundur Guðmundsson, liðsmaður hljómsveitarinnar Úlfur Úlfur, sem dreif sig upp á Fimmvörðuháls í blíðskaparveðri á sunnudag. Ferðalagið varð þó töluvert lengra en áætlað var þegar bílfarið sem Helgi reiknaði með úr Þórsmörk klikkaði. „Félagi minn er að keyra þarna um sem „guide“ en það hafði ekkert orðið úr áætlaðri ferð hjá honum um daginn svo hann kom aldrei inn í Þórsmörk.“ Helgi þurfti því að halda af stað fótgangandi um 25 kílómetra leið að Seljalandsfossi og þaðan upp á þjóðveg þar sem hann húkkaði sér far að bílnum sínum sem beið hans við Skóga. Björgunarsveitinni tókst þó að bjarga honum í eitt sinn á leiðinni. „Þegar ég var kominn að Krossá voru góð ráð dýr því áin var djúp og nokkuð straumþung. Ég lagði ekki í það að vaða yfir svo ég beið í smá stund og velti því fyrir mér hvað ég ætti að gera. Þá skyndilega kemur björgunarsveitin og skutlar mér yfir. Ansi heppilegt, ég verð nú að segja það.“ Helgi segir að allt í allt hafi ferðalagið því verið einir 47 kílómetrar sem hann gekk á 12 klukkustundum. Hann kveðst hafa tognað örlítið á vinstri fæti í svaðilförinni en er að öðru leyti hress. „Ég er enginn fjallagarpur en þetta var mikið stuð. Það væri gaman að ná að ganga Laugaveginn líka í sumar en þá verð ég eflaust að vera örlítið betur undirbúinn.“ Úlfur Úlfur gaf nýverið út myndband við lagið Tarantúlur en lagið er annað smáskífulag væntanlegrar breiðskífu hljómsveitarinnar. „Eina vinnan mín í sumar er að leggja lokahönd á plötuna en reyni þess á milli hendi ég mér upp á fjöll. Þá reyni ég nú að hlusta á annað en okkar eigin lög, jafnvel eitthvað eftir Bruce Springsteen, Tom Waits, Fleetwood Mac og Arcade Fire.“
Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Lífið Hyalúrónsýra, kraftaverkaefni nútímans Lífið samstarf Fleiri fréttir Fagna tíu ár af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Sjá meira