Hafa ekki kjark til að bjarga sjálfum sér Ólöf Skaftadóttir skrifar 16. júlí 2014 10:00 Rakel Garðarsdóttir og Björn Hlynur Haraldsson Vísir/Vilhelm „Við erum reglulega spennt fyrir þessu,“ segir Rakel Garðarsdóttir, framleiðandi og framkvæmdastýra Vesturports, en fyrirtækið hyggst framleiða kvikmyndina Blóðberg í sumar. Myndin er sú fyrsta eftir Björn Hlyn Haraldsson í fullri lengd, en hann hefur áður skrifað og leikstýrt nokkrum stuttmyndum, til dæmis Korríró. Tökur á Blóðbergi hefjast þann fimmta ágúst, en Rakel og Ágústa M. Ólafsdóttir koma til með að framleiða myndina fyrir hönd Vesturports. „Björn Hlynur byggir handritið að myndinni á fyrsta leikritinu sínu, Dubbeldusch, sem Vesturport setti upp fyrir nokkrum árum. Sagan fjallar um hefðbundna íslenska fjölskyldu í úthverfi Reykjavíkur. Fjölskyldufaðirinn bjargar samlöndum sínum með skrifum á sjálfshjálparbókum á meðan móðirin bjargar fólki á spítala þar sem hún vinnur sem hjúkrunarfræðingur. En hvorugt þeirra hefur kjark til að bjarga sjálfu sér. Svo kemst upp gamalt leyndarmál og þá breytist allt,“ segir Rakel, sem vill þó ekki gefa of mikið upp. „Þetta er gamansöm mynd með alvarlegum undirtón,“ segir Rakel, létt í bragði. Í myndinni koma til með að leika Hilmar Jónsson, Harpa Arnardóttir, Þórunn A. Kristjánsdóttir, Hilmir Jensson, María Heba Þorkelsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson, svo einhverjir séu nefndir. „Svo erum við að leita að aukaleikurum. Myndin er öll tekin í Reykjavík og nágrenni og í henni eru stórar senur sem kalla á fullt af aukaleikurum, en áhugasamir geta sent mynd á blodberg@vesturport.com og fylgst með á heimasíðu Vesturports,“ segir Rakel. Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
„Við erum reglulega spennt fyrir þessu,“ segir Rakel Garðarsdóttir, framleiðandi og framkvæmdastýra Vesturports, en fyrirtækið hyggst framleiða kvikmyndina Blóðberg í sumar. Myndin er sú fyrsta eftir Björn Hlyn Haraldsson í fullri lengd, en hann hefur áður skrifað og leikstýrt nokkrum stuttmyndum, til dæmis Korríró. Tökur á Blóðbergi hefjast þann fimmta ágúst, en Rakel og Ágústa M. Ólafsdóttir koma til með að framleiða myndina fyrir hönd Vesturports. „Björn Hlynur byggir handritið að myndinni á fyrsta leikritinu sínu, Dubbeldusch, sem Vesturport setti upp fyrir nokkrum árum. Sagan fjallar um hefðbundna íslenska fjölskyldu í úthverfi Reykjavíkur. Fjölskyldufaðirinn bjargar samlöndum sínum með skrifum á sjálfshjálparbókum á meðan móðirin bjargar fólki á spítala þar sem hún vinnur sem hjúkrunarfræðingur. En hvorugt þeirra hefur kjark til að bjarga sjálfu sér. Svo kemst upp gamalt leyndarmál og þá breytist allt,“ segir Rakel, sem vill þó ekki gefa of mikið upp. „Þetta er gamansöm mynd með alvarlegum undirtón,“ segir Rakel, létt í bragði. Í myndinni koma til með að leika Hilmar Jónsson, Harpa Arnardóttir, Þórunn A. Kristjánsdóttir, Hilmir Jensson, María Heba Þorkelsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson, svo einhverjir séu nefndir. „Svo erum við að leita að aukaleikurum. Myndin er öll tekin í Reykjavík og nágrenni og í henni eru stórar senur sem kalla á fullt af aukaleikurum, en áhugasamir geta sent mynd á blodberg@vesturport.com og fylgst með á heimasíðu Vesturports,“ segir Rakel.
Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira