Litríkasta hlaup heims hlaupið hér á landi Kristjana Arnarsdóttir skrifar 16. júlí 2014 13:00 Hlaupið hefur vakið mikla athygli um heim allan en síðan það var fyrst haldið hafa hundruð þúsunda tekið þátt í hlaupinu. Nordicphotos/Getty „Þessi viðburður er mjög skemmtilegur og óvenjulegur en hann var settur á laggirnar til að vekja athygli á heilsu og hamingju einstaklingsins,“ segir Davíð Lúther Sigurðsson, sem stendur fyrir The Color Run sem fram fer í fyrsta skipti hér á landi næsta sumar. Um heldur óhefðbundið hlaup er að ræða en þátttakendur hlaupa, skokka eða ganga fimm kílómetra og fara í gegnum svokallaðar litastöðvar við lok hvers kílómetra. Hlaupið var fyrst haldið árið 2012 en síðan hefur það náð gríðarlegri útbreiðslu og er í dag haldið um heim allan. „Allir þurfa að fara í gegnum hlið þar sem starfsmenn taka á móti þátttakendum og dúndra yfir þá einhverjum ákveðnum lit. Fyrsta hliðið gæti til dæmis verið bleikt og það næsta blátt og svo koll af kolli. Við endamarkið verður svo haldið heljarinnar partí þar sem alls konar lit verður kastað yfir áhorfendur og plötusnúðar þeyta skífum,“ segir Davíð, en liturinn sem um ræðir er unninn úr kartöflumjöli. Davíð Lúther SigurðssonDavíð kynntist hinu litríka hlaupi í Herning fyrr í sumar. „Ég sá þetta fyrst fyrir mörgum árum og setti þetta á „bucket-listann“ hjá mér. Ég skellti mér svo til Danmerkur núna í júní ásamt félaga mínum og þetta var svo skemmtilegt að við spurðum Danina hvort það væri ekki möguleiki að koma þessu til Íslands. Við hittum þá svo eftir hlaupið og náðum samningum,“ segir Davíð, en þeir félagarnir eru í samstarfi við Höfuðborgarstofu og fer hlaupið því að öllum líkindum fram í miðbæ Reykjavíkur. Davíð hvetur alla til þess að taka þátt. „Það er ekkert aldurstakmark svo fjölskyldan getur öll gert sér glaðan dag. Eina krafan fyrir þátttöku er að mæta í hvítu svo allir litirnir fái að njóta sín.“ Sex þúsund manns í fyrsta hlaupinuBandaríkjamaðurinn Travis Snyder blés til fyrsta hlaupsins árið 2012 til að hvetja atvinnu- og áhugamenn til að hlaupa saman til gamans. 6.000 þátttakendur voru í fyrsta hlaupinu í Phoenix í Arizona. The Color Run var síðan haldið í rúmlega fimmtíu borgum í Norður-Ameríku árið 2012 og fór þátttakendafjöldi yfir 600.000. Hlaupið var í yfir 130 borgum í Bandaríkjunum, Suður-Ameríku, Evrópu, Suður-Afríku og Ástralíu árið 2013. Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sjá meira
„Þessi viðburður er mjög skemmtilegur og óvenjulegur en hann var settur á laggirnar til að vekja athygli á heilsu og hamingju einstaklingsins,“ segir Davíð Lúther Sigurðsson, sem stendur fyrir The Color Run sem fram fer í fyrsta skipti hér á landi næsta sumar. Um heldur óhefðbundið hlaup er að ræða en þátttakendur hlaupa, skokka eða ganga fimm kílómetra og fara í gegnum svokallaðar litastöðvar við lok hvers kílómetra. Hlaupið var fyrst haldið árið 2012 en síðan hefur það náð gríðarlegri útbreiðslu og er í dag haldið um heim allan. „Allir þurfa að fara í gegnum hlið þar sem starfsmenn taka á móti þátttakendum og dúndra yfir þá einhverjum ákveðnum lit. Fyrsta hliðið gæti til dæmis verið bleikt og það næsta blátt og svo koll af kolli. Við endamarkið verður svo haldið heljarinnar partí þar sem alls konar lit verður kastað yfir áhorfendur og plötusnúðar þeyta skífum,“ segir Davíð, en liturinn sem um ræðir er unninn úr kartöflumjöli. Davíð Lúther SigurðssonDavíð kynntist hinu litríka hlaupi í Herning fyrr í sumar. „Ég sá þetta fyrst fyrir mörgum árum og setti þetta á „bucket-listann“ hjá mér. Ég skellti mér svo til Danmerkur núna í júní ásamt félaga mínum og þetta var svo skemmtilegt að við spurðum Danina hvort það væri ekki möguleiki að koma þessu til Íslands. Við hittum þá svo eftir hlaupið og náðum samningum,“ segir Davíð, en þeir félagarnir eru í samstarfi við Höfuðborgarstofu og fer hlaupið því að öllum líkindum fram í miðbæ Reykjavíkur. Davíð hvetur alla til þess að taka þátt. „Það er ekkert aldurstakmark svo fjölskyldan getur öll gert sér glaðan dag. Eina krafan fyrir þátttöku er að mæta í hvítu svo allir litirnir fái að njóta sín.“ Sex þúsund manns í fyrsta hlaupinuBandaríkjamaðurinn Travis Snyder blés til fyrsta hlaupsins árið 2012 til að hvetja atvinnu- og áhugamenn til að hlaupa saman til gamans. 6.000 þátttakendur voru í fyrsta hlaupinu í Phoenix í Arizona. The Color Run var síðan haldið í rúmlega fimmtíu borgum í Norður-Ameríku árið 2012 og fór þátttakendafjöldi yfir 600.000. Hlaupið var í yfir 130 borgum í Bandaríkjunum, Suður-Ameríku, Evrópu, Suður-Afríku og Ástralíu árið 2013.
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sjá meira