Allir dýravinir hjartanlega velkomnir Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. júlí 2014 09:00 Hallgerður á páfagauk, hesta, hunda og orma. vísir/gva „Við ætlum að vera með lítinn viðburð í húsnæði félagsins að Grensásvegi 12a þar sem við förum yfir söguna og gæðum okkur á kaffi og kökum. Dýravinir eru hjartanlega velkomnir sem og dýrin – við vísum engum frá,“ segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands. Félagið fagnar hundrað ára afmæli sínu á sunnudaginn frá klukkan 14 til 17. Dýraverndarsambandið hefur starfað óslitið síðan það var stofnað þann 13. júlí árið 1914, þó undir fleiri nöfnum. Félagið hét Dýraverndunarfélag Íslands fyrstu 55 árin en var svo skipt upp í Dýraverndunarfélag Reykjavíkur og Samband Dýraverndunarfélaga Íslands með ákvörðun aðalfundar árið 1959. Það var svo í kringum árið 1996 að félagið var aftur sameinað með samþykki aðalfundar beggja félaga. Hallgerður hefur starfað sem formaður félagsins síðan síðasta vor. „Þetta er mjög verðugt samfélagsmál að vinna að. Þetta er hugsjónamál en ekki hagsmunamál,“ segir Hallgerður en félagið hefur afkastað miklu á þessum hundrað árum. „Eitt af fyrstu baráttumálunum var að sett yrðu lög um dýravernd og félagið barðist meðal annars fyrir því að fá á lög um aflífun dýra. Fyrsta frumvarpið um dýravernd var skrifað af sambandinu og lagt fyrir Alþingi. Þá gaf félagið líka út tímaritið Dýraverndarinn sem var mjög vinsælt og hófum við endurútgáfu á því fyrir nokkrum árum,“ segir Hallgerður og bætir við að vinnan í dag sé aðeins frábrugðin því sem var. „Í dag er vinnan praktískari. Búið er að setja lög um dýravelferð og stofna til dýraspítala víðs vegar um landið. Meðferð dýra hefur batnað mikið. Við höfum þó áhyggjur af þauleldi dýra í landbúnaði. Samkvæmt lögum félagsins á það að reyna að upplýsa almenning um hvernig á að bregðast við illri meðferð og passa að dýrin falli ekki í gleymsku. Einnig að veita umsagnir og álit varðandi málefni dýra. Við tökum líka upp einstök mál.“ Sjálf er Hallgerður mikill dýravinur og nýtur sín í hlutverkinu. „Ég á gamlan páfagauk sem er tólf ára. Svo á ég fimm hesta og tvo hunda. Og svo orma sem búa til mold úr lífrænum afgangi heimilisins. Þeir eru í miklu uppáhaldi,“ segir Hallgerður, spennt fyrir sunnudeginum. Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
„Við ætlum að vera með lítinn viðburð í húsnæði félagsins að Grensásvegi 12a þar sem við förum yfir söguna og gæðum okkur á kaffi og kökum. Dýravinir eru hjartanlega velkomnir sem og dýrin – við vísum engum frá,“ segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands. Félagið fagnar hundrað ára afmæli sínu á sunnudaginn frá klukkan 14 til 17. Dýraverndarsambandið hefur starfað óslitið síðan það var stofnað þann 13. júlí árið 1914, þó undir fleiri nöfnum. Félagið hét Dýraverndunarfélag Íslands fyrstu 55 árin en var svo skipt upp í Dýraverndunarfélag Reykjavíkur og Samband Dýraverndunarfélaga Íslands með ákvörðun aðalfundar árið 1959. Það var svo í kringum árið 1996 að félagið var aftur sameinað með samþykki aðalfundar beggja félaga. Hallgerður hefur starfað sem formaður félagsins síðan síðasta vor. „Þetta er mjög verðugt samfélagsmál að vinna að. Þetta er hugsjónamál en ekki hagsmunamál,“ segir Hallgerður en félagið hefur afkastað miklu á þessum hundrað árum. „Eitt af fyrstu baráttumálunum var að sett yrðu lög um dýravernd og félagið barðist meðal annars fyrir því að fá á lög um aflífun dýra. Fyrsta frumvarpið um dýravernd var skrifað af sambandinu og lagt fyrir Alþingi. Þá gaf félagið líka út tímaritið Dýraverndarinn sem var mjög vinsælt og hófum við endurútgáfu á því fyrir nokkrum árum,“ segir Hallgerður og bætir við að vinnan í dag sé aðeins frábrugðin því sem var. „Í dag er vinnan praktískari. Búið er að setja lög um dýravelferð og stofna til dýraspítala víðs vegar um landið. Meðferð dýra hefur batnað mikið. Við höfum þó áhyggjur af þauleldi dýra í landbúnaði. Samkvæmt lögum félagsins á það að reyna að upplýsa almenning um hvernig á að bregðast við illri meðferð og passa að dýrin falli ekki í gleymsku. Einnig að veita umsagnir og álit varðandi málefni dýra. Við tökum líka upp einstök mál.“ Sjálf er Hallgerður mikill dýravinur og nýtur sín í hlutverkinu. „Ég á gamlan páfagauk sem er tólf ára. Svo á ég fimm hesta og tvo hunda. Og svo orma sem búa til mold úr lífrænum afgangi heimilisins. Þeir eru í miklu uppáhaldi,“ segir Hallgerður, spennt fyrir sunnudeginum.
Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira