Dolfallinn yfir Íslandi Baldvin Þormóðsson skrifar 12. júlí 2014 12:00 Zebra Katz er á samning hjá plötufyrirtækinu TheAudience. vísir/daníel Ojay Morgan er bandarískur tónlistarlistamaður og rappari sem gengur jafnan undir nafninu Zebra Catz en þrátt fyrir að hafa aðeins verið í tónlist í þrjú ár hefur hann náð að skapa sér stórt nafn vestanhafs og komið fram með listamönnum á borð við Azealia Banks, Lana Del Ray og Diplo. „Ég var að vinna hjá veitingaþjónustu í New York og tónlist var alltaf bara hliðarverkefni,“ segir Morgan í viðtali við Fréttablaðið. „Það var ekki fyrr en tískuhönnuðurinn Rick Owens notaði lag eftir mig á sýningunni sinni í París að ég ákvað að hætta í vinnunni og einbeita mér að tónlistinni,“ segir listamaðurinn en það var lagið Ima Read sem Rick Owens notaði á tískuvikunni í París og í kjölfar þess skaust Zebra Catz upp á stjörnuhimininn í rappsenunni og í dag hafa verið gerð rúmlega 120 svonefnd remix af laginu Ima Read. „Ég reyndi að fylgjast með öllum remixunum en það var orðið erfitt eftir svona sjötíu,“ segir Morgan og hlær. Listamaðurinn hefur aldrei komið til Íslands áður en hann kom til landsins í seinustu viku. „Sólin hefur, án djóks, ekkert sest síðan ég kom,“ segir rapparinn dolfallinn yfir sumarsólstöðunum. Morgan mun svo sannarlega ekki sitja auðum höndum hér á landi en hann hefur strax byrjað að vinna með fatahönnuðinum Alexander Kirchner að svokölluðum Bomber-jakka sem listamaðurinn ætlar að nota í myndatöku. „Þetta verður heitasta nýja jakkalúkkið,“ segir tónlistarmaðurinn en auk þess ætlar hann að taka upp nýjasta tónlistarmyndband sitt hér en hann er þekktur fyrir einkennandi og áhrifamikil tónlistarmyndbönd. „Ég hlakka mikið til að drekka í mig menninguna hérna, hér er ótrúlegt magn af frábærum listamönnum sem ég hlakka til að kynnast og hanga með.“ Zebra Katz mun koma fram á tónleikum á skemmtistaðnum Húrra næsta föstudagskvöld ásamt Gísla Pálma og einvala liði plötusnúða. Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
Ojay Morgan er bandarískur tónlistarlistamaður og rappari sem gengur jafnan undir nafninu Zebra Catz en þrátt fyrir að hafa aðeins verið í tónlist í þrjú ár hefur hann náð að skapa sér stórt nafn vestanhafs og komið fram með listamönnum á borð við Azealia Banks, Lana Del Ray og Diplo. „Ég var að vinna hjá veitingaþjónustu í New York og tónlist var alltaf bara hliðarverkefni,“ segir Morgan í viðtali við Fréttablaðið. „Það var ekki fyrr en tískuhönnuðurinn Rick Owens notaði lag eftir mig á sýningunni sinni í París að ég ákvað að hætta í vinnunni og einbeita mér að tónlistinni,“ segir listamaðurinn en það var lagið Ima Read sem Rick Owens notaði á tískuvikunni í París og í kjölfar þess skaust Zebra Catz upp á stjörnuhimininn í rappsenunni og í dag hafa verið gerð rúmlega 120 svonefnd remix af laginu Ima Read. „Ég reyndi að fylgjast með öllum remixunum en það var orðið erfitt eftir svona sjötíu,“ segir Morgan og hlær. Listamaðurinn hefur aldrei komið til Íslands áður en hann kom til landsins í seinustu viku. „Sólin hefur, án djóks, ekkert sest síðan ég kom,“ segir rapparinn dolfallinn yfir sumarsólstöðunum. Morgan mun svo sannarlega ekki sitja auðum höndum hér á landi en hann hefur strax byrjað að vinna með fatahönnuðinum Alexander Kirchner að svokölluðum Bomber-jakka sem listamaðurinn ætlar að nota í myndatöku. „Þetta verður heitasta nýja jakkalúkkið,“ segir tónlistarmaðurinn en auk þess ætlar hann að taka upp nýjasta tónlistarmyndband sitt hér en hann er þekktur fyrir einkennandi og áhrifamikil tónlistarmyndbönd. „Ég hlakka mikið til að drekka í mig menninguna hérna, hér er ótrúlegt magn af frábærum listamönnum sem ég hlakka til að kynnast og hanga með.“ Zebra Katz mun koma fram á tónleikum á skemmtistaðnum Húrra næsta föstudagskvöld ásamt Gísla Pálma og einvala liði plötusnúða.
Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira