Óhljóðalistamaður frá Mexíkó í Mengi Baldvin Þormóðsson skrifar 11. júlí 2014 16:00 Rogelio Sosa fer mikinn í listasenu Mexíkós. Mynd/ismael mendéz „Það er alveg frábært að fá hann til Íslands,“ segir Curver Thoroddsen tónlistarmaður um komu japanska óhljóðalistamannsins Rogelio Sosa sem heldur tónleika í Mengi í kvöld. „Hann er bæði að gera hljóðlistaverk, innsetningar og slíkt,“ segir Curver. „Hann notar mikið röddina sína í bland við hljóðeffekta og gerir tilraunir með hvað rödd og hljóð geta gert saman.“ Sosa býr og starfar í Mexíkó og segir Curver hann vera mjög virkan í listamenningunni þar. „Hann er bæði að kenna og starfar sem sýningarstjóri,“ segir Curver en Sosa hefur einnig gefið út fjöldann allan af hljómplötum. „Hann átti bara akkúrat leið í gegnum landið á leið sinni til Evrópu þar sem hann er að fara að spila og vinna í stúdíói þar,“ segir Curver. Þeir félagar kynntust í gegnum umboðsmann Sosa þegar Curver var fenginn ásamt hljómsveit sinni Ghostigital til þess að spila í Mexíkó.Uppsveifla í íslenskri jaðartónlist „Það er mjög skemmtilegt að það sé svona smá samspil á milli Mexíkós og Íslands,“ segir Curver, en umboðsmaður Sosa hefur mikinn áhuga á íslenskri myndlist og tónlist. „Það er mikil uppsveifla í svona jaðartónlist á Íslandi,“ segir Curver um senuna hérna heima. „Sérstaklega út af Mengi, það hafa verið æðislegir tónleikar þar.“ Mengi á Skólavörðustíg er tiltölulega ný viðbót við gallerí og tónleikastaðaflóru Reykjavíkur en það var sett á fót síðastliðið haust. „Það var mun erfiðara að setja saman tilraunakennda tónleika fyrir tíð Mengis,“ segir Curver. „Þetta er frábær aðstaða og kemur með skemmtilega nýja vídd inn í íslenska tónlistarlífið.“ Eins og áður hefur komið fram þá eru tónleikarnir haldnir í Mengi og hefjast klukkan 21.00. Miðaverð er 2.000 krónur. Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
„Það er alveg frábært að fá hann til Íslands,“ segir Curver Thoroddsen tónlistarmaður um komu japanska óhljóðalistamannsins Rogelio Sosa sem heldur tónleika í Mengi í kvöld. „Hann er bæði að gera hljóðlistaverk, innsetningar og slíkt,“ segir Curver. „Hann notar mikið röddina sína í bland við hljóðeffekta og gerir tilraunir með hvað rödd og hljóð geta gert saman.“ Sosa býr og starfar í Mexíkó og segir Curver hann vera mjög virkan í listamenningunni þar. „Hann er bæði að kenna og starfar sem sýningarstjóri,“ segir Curver en Sosa hefur einnig gefið út fjöldann allan af hljómplötum. „Hann átti bara akkúrat leið í gegnum landið á leið sinni til Evrópu þar sem hann er að fara að spila og vinna í stúdíói þar,“ segir Curver. Þeir félagar kynntust í gegnum umboðsmann Sosa þegar Curver var fenginn ásamt hljómsveit sinni Ghostigital til þess að spila í Mexíkó.Uppsveifla í íslenskri jaðartónlist „Það er mjög skemmtilegt að það sé svona smá samspil á milli Mexíkós og Íslands,“ segir Curver, en umboðsmaður Sosa hefur mikinn áhuga á íslenskri myndlist og tónlist. „Það er mikil uppsveifla í svona jaðartónlist á Íslandi,“ segir Curver um senuna hérna heima. „Sérstaklega út af Mengi, það hafa verið æðislegir tónleikar þar.“ Mengi á Skólavörðustíg er tiltölulega ný viðbót við gallerí og tónleikastaðaflóru Reykjavíkur en það var sett á fót síðastliðið haust. „Það var mun erfiðara að setja saman tilraunakennda tónleika fyrir tíð Mengis,“ segir Curver. „Þetta er frábær aðstaða og kemur með skemmtilega nýja vídd inn í íslenska tónlistarlífið.“ Eins og áður hefur komið fram þá eru tónleikarnir haldnir í Mengi og hefjast klukkan 21.00. Miðaverð er 2.000 krónur.
Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira