Taktu landnámshænu í fóstur Ólöf Skaftadóttir skrifar 10. júlí 2014 14:30 Sunna Ben myndlistarmaður með 24 egg úr hænunni sinni, Tínu. MYND/Úr einksafni Júlíus Már Baldursson, ræktandi í Þykkvabæ, býður fólki sem langar til að eiga íslenska landnámshænu, en hefur ekki tök á að hafa hænuna hjá sér, að taka hænur í fóstur. Með því að taka hænu í fóstur borgar viðkomandi fyrir hænuna sjálfa og fóðrið hennar í tvö ár, en Júlíus hugsar um hana, elur hana upp og sendir eigandanum egg úr henni ellefu mánuði ársins, en í einn mánuð á ári fellur varp niður þegar hún fellir fjaðrir. Um er að ræða um það bil tuttugu egg, mánaðarlega. Eigandinn gefur hænunni sinni nafn, hún er merkt honum og heldur sínu nafni alla tíð. Það má koma allt að þrisvar á ári til að skoða hænuna, en einnig er hægt að komast að samkomulagi um heimsóknir eftir því hvernig það hentar eigandanum. Þegar fólk tekur hænu í fóstur er því frjálst að halda á henni, verja tíma með henni, skoða hvernig hún býr og þar fram eftir götunum. Fólk velur sér unga hænu, annaðhvort á staðnum eða eftir myndum sem Júlíus sendir, og fær fréttir af henni á þriggja mánaða fresti. Þá fær fólk jólakort frá landnámshænunni sinni.Sunna Ben, myndlistarmaður og plötusnúður, er ein þeirra sem hafa landnámshænu í fóstri. „Þetta er algjör snilld! Mín hæna heitir Tína. Ef þið eruð ekki búin að taka landnámshænu í fóstur mæli ég með að fara í málið hið snarasta. Þetta er nefnilega auðveldasta og ódýrasta leiðin fyrir okkur borgarbúana til að eignast lífræn „free range“ egg frá hressum hænum, svo ekki sé minnst á að það að fóstra landnámshænu hjálpar til við að halda stofninum uppi,“ segir Sunna og hvetur borgarbúa og aðra til að taka hænu í fóstur.Hvað kostar að taka hænu í fóstur?25.000 krónur fyrir tvö ár Hænan kostar 5.000 krónur 20 vikna gömul, en Júlíus hefur þá alið hana upp í þann tíma. Hænan hefur varp um þann aldur. Landnámshænan þarf um 120 grömm af fóðri á dag sem gera um 44 kíló á ári. Kílóið kostar 128 krónur sem gerir þá 5.633 krónur á ári, samtals 11.266.4.734 krónurnar sem eftir standa notar Júlíus sem tryggingu ef fóður skyldi hækka á samningstímanum, vegna lyfjakaupa og fleira er til fellur. Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
Júlíus Már Baldursson, ræktandi í Þykkvabæ, býður fólki sem langar til að eiga íslenska landnámshænu, en hefur ekki tök á að hafa hænuna hjá sér, að taka hænur í fóstur. Með því að taka hænu í fóstur borgar viðkomandi fyrir hænuna sjálfa og fóðrið hennar í tvö ár, en Júlíus hugsar um hana, elur hana upp og sendir eigandanum egg úr henni ellefu mánuði ársins, en í einn mánuð á ári fellur varp niður þegar hún fellir fjaðrir. Um er að ræða um það bil tuttugu egg, mánaðarlega. Eigandinn gefur hænunni sinni nafn, hún er merkt honum og heldur sínu nafni alla tíð. Það má koma allt að þrisvar á ári til að skoða hænuna, en einnig er hægt að komast að samkomulagi um heimsóknir eftir því hvernig það hentar eigandanum. Þegar fólk tekur hænu í fóstur er því frjálst að halda á henni, verja tíma með henni, skoða hvernig hún býr og þar fram eftir götunum. Fólk velur sér unga hænu, annaðhvort á staðnum eða eftir myndum sem Júlíus sendir, og fær fréttir af henni á þriggja mánaða fresti. Þá fær fólk jólakort frá landnámshænunni sinni.Sunna Ben, myndlistarmaður og plötusnúður, er ein þeirra sem hafa landnámshænu í fóstri. „Þetta er algjör snilld! Mín hæna heitir Tína. Ef þið eruð ekki búin að taka landnámshænu í fóstur mæli ég með að fara í málið hið snarasta. Þetta er nefnilega auðveldasta og ódýrasta leiðin fyrir okkur borgarbúana til að eignast lífræn „free range“ egg frá hressum hænum, svo ekki sé minnst á að það að fóstra landnámshænu hjálpar til við að halda stofninum uppi,“ segir Sunna og hvetur borgarbúa og aðra til að taka hænu í fóstur.Hvað kostar að taka hænu í fóstur?25.000 krónur fyrir tvö ár Hænan kostar 5.000 krónur 20 vikna gömul, en Júlíus hefur þá alið hana upp í þann tíma. Hænan hefur varp um þann aldur. Landnámshænan þarf um 120 grömm af fóðri á dag sem gera um 44 kíló á ári. Kílóið kostar 128 krónur sem gerir þá 5.633 krónur á ári, samtals 11.266.4.734 krónurnar sem eftir standa notar Júlíus sem tryggingu ef fóður skyldi hækka á samningstímanum, vegna lyfjakaupa og fleira er til fellur.
Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira