Leitar að rauðhærðum, spænskum tvífara Gunnar Leó Pálsson skrifar 9. júlí 2014 09:00 Davíð Berndsen leitar að spænskum tvíförum sínum. mynd/úr einkasafni „Það er verið að leita rauðhærðum Spánverjum með alskegg, sem líkjast mér, það er allavega búið að finna fimm Spánverja sem henta í myndbandið,“ segir tónlistarmaðurinn Davíð Berndsen, en hann mun taka upp nýtt tónlistarmyndband í Barcelona síðar í mánuðinum. Myndbandið er við lagið Two Lovers Team og er því leikstýrt af hinum spænska Pablo Larcuen. „Hann er þekktur á Spáni en við kynntumst á kvikmyndahátíð í Los Angeles, þá vann hann til verðlauna á hátíðinni fyrir stuttmynd sem hann var að gera,“ segir Berndsen. Honum var boðið á áðurnefnda kvikmyndahátíð eftir að tónlistarmyndbandið við lagið Supertime kom út. Nýja myndbandið er ádeilumyndband á tónlistarheiminn. „Myndbandið fjallar um að það verði hægt að halda marga tónleika á sama tíma og því gott að hafa okkur frekar líka,“ segir Berndsen og hlær. Þá kemur hann einnig fram á tónleikum í Barcelona á sama tíma. „Við erum að fara að spila á rosalega flottum stað sem heitir Razmatazz, það eru meira að segja plötusnúðar inni á klósettunum,“ bætir Berndsen við. Hann hefur búið í Berlín undanfarna mánuði en er á leið heim í nám. „Ég er að fara í leiðsögunám í Háskóla Íslands eftir að hafa verið í skóla lífsins síðastliðin níu ár. Þjóðverjarnir vita svo mikið um Ísland að ég var farinn að skammast mín og ákvað að kýla á leiðsögunámið til að fræðast aðeins um land og þjóð,“ segir Berndsen léttur í lundu, og bætir við; „Maður vill geta bent barninu sínu á einhver kennimerki á Íslandi þegar maður er á leið um landið.“ Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
„Það er verið að leita rauðhærðum Spánverjum með alskegg, sem líkjast mér, það er allavega búið að finna fimm Spánverja sem henta í myndbandið,“ segir tónlistarmaðurinn Davíð Berndsen, en hann mun taka upp nýtt tónlistarmyndband í Barcelona síðar í mánuðinum. Myndbandið er við lagið Two Lovers Team og er því leikstýrt af hinum spænska Pablo Larcuen. „Hann er þekktur á Spáni en við kynntumst á kvikmyndahátíð í Los Angeles, þá vann hann til verðlauna á hátíðinni fyrir stuttmynd sem hann var að gera,“ segir Berndsen. Honum var boðið á áðurnefnda kvikmyndahátíð eftir að tónlistarmyndbandið við lagið Supertime kom út. Nýja myndbandið er ádeilumyndband á tónlistarheiminn. „Myndbandið fjallar um að það verði hægt að halda marga tónleika á sama tíma og því gott að hafa okkur frekar líka,“ segir Berndsen og hlær. Þá kemur hann einnig fram á tónleikum í Barcelona á sama tíma. „Við erum að fara að spila á rosalega flottum stað sem heitir Razmatazz, það eru meira að segja plötusnúðar inni á klósettunum,“ bætir Berndsen við. Hann hefur búið í Berlín undanfarna mánuði en er á leið heim í nám. „Ég er að fara í leiðsögunám í Háskóla Íslands eftir að hafa verið í skóla lífsins síðastliðin níu ár. Þjóðverjarnir vita svo mikið um Ísland að ég var farinn að skammast mín og ákvað að kýla á leiðsögunámið til að fræðast aðeins um land og þjóð,“ segir Berndsen léttur í lundu, og bætir við; „Maður vill geta bent barninu sínu á einhver kennimerki á Íslandi þegar maður er á leið um landið.“
Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira