Lífið

Ingó spilaði með Skímó

Ingó Veðurguð lék á slagverk með Skítamóral.
Ingó Veðurguð lék á slagverk með Skítamóral. Mynd/Einkasafn
Það var enginn annar en Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, sem tók að sér að spila á slagverk með hljómsveitinni Skítamóral, þegar hún kom fram á Írskum dögum á Akranesi um helgina.

Einar Ágúst Víðisson, annar af söngvurum sveitarinnar, leikur að jafnaði á slagverk en var upptekinn við gítarleik og því brá Ingó á það ráð að aðstoða sveitina með fögrum kongatrommuleik. Þá söng hann einnig nokkur lög með sveitinni.

Margir hafa líklega rekið upp stór augu þegar þeir sáu Ingó á sviðinu en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er Ingó talinn vera nokkuð sprækur á ýmis slagverkshljóðfæri og hver veit nema hann komi fram með sveitinni aftur.

Um 3.000 gestir voru á ballinu en sveitin kemur næst fram á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.