„Koddinn bjargaði mér“ Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 3. janúar 2014 10:35 Hjónin Arndís Hjartardóttir og Finnbogi Bernódusson í Bolungarvík. Myndir/Arndís Aðalbjörg Finnbogadóttir Hjónin Arndís Hjartardóttir og Finnbogi Bernódusson í Bolungarvík fengu heldur óskemmtilega brúðkaupsafmælisgjöf milli jóla og nýárs þegar svefnherbergisloftið bókstaflega féll ofan á andlit þeirra. „Við vöknuðum bara við óskaplegan þrýsting í herberginu. Það gerði svona óskaplega hviðu sögðu þau sem voru vakandi í húsinu, að koma heim eftir ball. Þetta var eins og hvirfilbylur sem fór fyrir húshornið og það myndaðist svona mikið sog í húsinu og loftið bara datt niður yfir okkur,“ segir Arndís sem er nokkuð létt yfir því að engan hafi sakað.Gert grín að koddanumBB.is greindi frá því í gær að börn hjónanna og barnabörn hafi verið vakandi á neðri hæð hússins og hafi ekki ætlað að trúa eigin augum þegar þau kíktu inn í herbergi. „Koddarnir björguðu mér, það er oft búið að gera grín af því að ég sé með koddana yfir mér,“ segir Arndís sem sefur með höfuðið undir koddanum og samkvæmt dóttur hennar jafnvel með sængina yfir koddanum. „Hann fór verr út blessaður eiginmaðurinn, hann er allur krambúleraður en lampinn fór verst, hann fór úr hálsliðnum,“ segir Arndís og hlær. Aðspurð um það af hverju hún sefur með koddann yfir andlitinu segir Arndís: „Það hefur nú kannski verið fært aðeins í stílinn með það en ég er alltaf með stóran kodda yfir mér sem ég nota þegar ég er að lesa.“Mynd/Arndís Aðalbjörg FinnbogadóttirAlltaf ævintýri á þessum degi Þau hjónin segjast ekki hafa látið þetta koma sér úr jafnvægi enda hefur áður mikið gengið á veðurfarslega séð á þessum degi hjá þeim. „Þessi dagur hefur alltaf verið minnisstæður, brúðkaupsafmælisdagurinn okkar. Það eru 44 ár síðan við giftum okkur og veðrið setti líka strik í reikninginn þá því að við komumst ekki í eigin veislu sem átti að vera inni á Ísafirði,“ segir Arndís en veislan átti að fara fram í Fagrahvammi á Ísafirði en þá hafði fallið skriða á Óshlíðinni. „Það er alltaf ævintýri hjá okkur á þessum degi,“ segir Arndís.Mynd/Arndís Aðalbjörg FinnbogadóttirMynd/Arndís Aðalbjörg Finnbogadóttir Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Hjónin Arndís Hjartardóttir og Finnbogi Bernódusson í Bolungarvík fengu heldur óskemmtilega brúðkaupsafmælisgjöf milli jóla og nýárs þegar svefnherbergisloftið bókstaflega féll ofan á andlit þeirra. „Við vöknuðum bara við óskaplegan þrýsting í herberginu. Það gerði svona óskaplega hviðu sögðu þau sem voru vakandi í húsinu, að koma heim eftir ball. Þetta var eins og hvirfilbylur sem fór fyrir húshornið og það myndaðist svona mikið sog í húsinu og loftið bara datt niður yfir okkur,“ segir Arndís sem er nokkuð létt yfir því að engan hafi sakað.Gert grín að koddanumBB.is greindi frá því í gær að börn hjónanna og barnabörn hafi verið vakandi á neðri hæð hússins og hafi ekki ætlað að trúa eigin augum þegar þau kíktu inn í herbergi. „Koddarnir björguðu mér, það er oft búið að gera grín af því að ég sé með koddana yfir mér,“ segir Arndís sem sefur með höfuðið undir koddanum og samkvæmt dóttur hennar jafnvel með sængina yfir koddanum. „Hann fór verr út blessaður eiginmaðurinn, hann er allur krambúleraður en lampinn fór verst, hann fór úr hálsliðnum,“ segir Arndís og hlær. Aðspurð um það af hverju hún sefur með koddann yfir andlitinu segir Arndís: „Það hefur nú kannski verið fært aðeins í stílinn með það en ég er alltaf með stóran kodda yfir mér sem ég nota þegar ég er að lesa.“Mynd/Arndís Aðalbjörg FinnbogadóttirAlltaf ævintýri á þessum degi Þau hjónin segjast ekki hafa látið þetta koma sér úr jafnvægi enda hefur áður mikið gengið á veðurfarslega séð á þessum degi hjá þeim. „Þessi dagur hefur alltaf verið minnisstæður, brúðkaupsafmælisdagurinn okkar. Það eru 44 ár síðan við giftum okkur og veðrið setti líka strik í reikninginn þá því að við komumst ekki í eigin veislu sem átti að vera inni á Ísafirði,“ segir Arndís en veislan átti að fara fram í Fagrahvammi á Ísafirði en þá hafði fallið skriða á Óshlíðinni. „Það er alltaf ævintýri hjá okkur á þessum degi,“ segir Arndís.Mynd/Arndís Aðalbjörg FinnbogadóttirMynd/Arndís Aðalbjörg Finnbogadóttir
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira