Innlent

Hallgrímskirkja á kínverskri íshöggmyndasýningu

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Hallgrímskirkja verður hápunktur sýningarinna.
Hallgrímskirkja verður hápunktur sýningarinna. Mynd/AFP
Hallgrímskirkja verður í aðalhlutverki á kínverskri sýningu, Harbin Ice and Snow Festival í janúar.

Á sýningunni verða íshöggmyndir til sýnis, upplýstar með litríkum LED ljósum en listamenn hafa verið að höggva verkin til síðustu tvær vikurnar.

Samkvæmt umfjöllun CNN um sýninguna verður Hallgrímskirkja hápunktur sýningarinnar og verður sú hæsta í Kína, 46 metrar að hæð. Það þurfti hvorki meira né minna 12 þúsund metra af klaka til að búa hana til. Þá verður 240 metra löng rennibraut af kirkjunni fyrir gesti.

Auk kirkjunnar verður einnig höggmynd af Colosseum og Empire State byggingunni, allt gert úr klaka af Songhua ánni í Kína.

Ekki verður aðeins boðið upp á höggmyndir heldur verður einnig boðið upp á sýningu frá norður-kóreskum fimleikahópi og einnig verður hægt að fara bæði á skauta og snjóbretti.

Sýningin er frægasta og vinsælasta vetrarafþreying Kínverja og hefur undanfarin tvö ár dregið að sér 28,5 milljón gesta. Sýningin er 30 ára gömul og verður íburðarmeiri á ári hverju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×