Ráðherra segir óeðlilegt að nota óvottað merki Snærós Sindradóttir skrifar 28. júní 2014 00:01 Sigurður Ingi Jóhannsson „Þeir geta haldið því fram að þeir séu með vistvæna framleiðslu en þeir hafa engan opinberan stuðning við að svo sé á meðan ekkert eftirlit er fyrir hendi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.Í Fréttablaðinu í gær kom fram að nær allt íslenskt grænmeti væri merkt vottuninni Vistvæn landbúnaðarafurð sem lítið sem ekkert eftirlit hefur verið með frá árinu 2002. Dæmi eru um að garðyrkjubændur sem nota merkinguna hafi aldrei fengið vottun. „Þeir hljóta að þurfa að spyrja sig að því hvort það sé ekki óeðlilegt að nota eitthvað sem ekki er vottað af neinum opinberum aðila,“ segir Sigurður.Gott er að borða gulræturnar Grænmetisbændur nota marklausa merkingu á vörur sínar. Fram hefur komið gagnrýni sem segir að verið sé að blekkja neytendur. Fréttablaðið/Haraldur Reglugerð um vistvænan landbúnað var gefin út árið 1998. Búnaðarsambönd landsins áttu að annast eftirlit með þeim búum sem fylgdu vistvænum skilyrðum en ráðuneytið átti að annast vottunina. Samkvæmt henni má enginn nota merkið Vistvæn landbúnaðarafurð nema hafa fengið vottun frá ráðuneytinu. „Það má alveg velta því fyrir sér hvort þetta hugtak standi fyrir nokkuð annað en bara hefðbundinn landbúnað,“ segir Sigurður. Reglugerðin þykir ekki gera nægilega strangar kröfur til að standa undir orðinu vistvænn. Til dæmis að í dag er almennt notað mun minna af köfnunarefni á tún og grænmeti en miðað er við í reglugerðinni. „Ég held að það verði að segjast eins og er að þessi reglugerð er komin vel til ára sinna. Staðan núna er sú að annaðhvort þurfum við að fara yfir þetta og gefa reglugerðina út að nýju og koma því eftirliti á sem eðlilegast er eða þá að velta því fyrir okkur að fella reglugerðina á brott.“ Hann segir íslenskan landbúnað almennt góðan. „En það er ekki forsvaranlegt að halda því fram að sextán ára gamlir staðlar séu vistvænir að öllu óbreyttu og án þess að það sé skoðað.“ Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
„Þeir geta haldið því fram að þeir séu með vistvæna framleiðslu en þeir hafa engan opinberan stuðning við að svo sé á meðan ekkert eftirlit er fyrir hendi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.Í Fréttablaðinu í gær kom fram að nær allt íslenskt grænmeti væri merkt vottuninni Vistvæn landbúnaðarafurð sem lítið sem ekkert eftirlit hefur verið með frá árinu 2002. Dæmi eru um að garðyrkjubændur sem nota merkinguna hafi aldrei fengið vottun. „Þeir hljóta að þurfa að spyrja sig að því hvort það sé ekki óeðlilegt að nota eitthvað sem ekki er vottað af neinum opinberum aðila,“ segir Sigurður.Gott er að borða gulræturnar Grænmetisbændur nota marklausa merkingu á vörur sínar. Fram hefur komið gagnrýni sem segir að verið sé að blekkja neytendur. Fréttablaðið/Haraldur Reglugerð um vistvænan landbúnað var gefin út árið 1998. Búnaðarsambönd landsins áttu að annast eftirlit með þeim búum sem fylgdu vistvænum skilyrðum en ráðuneytið átti að annast vottunina. Samkvæmt henni má enginn nota merkið Vistvæn landbúnaðarafurð nema hafa fengið vottun frá ráðuneytinu. „Það má alveg velta því fyrir sér hvort þetta hugtak standi fyrir nokkuð annað en bara hefðbundinn landbúnað,“ segir Sigurður. Reglugerðin þykir ekki gera nægilega strangar kröfur til að standa undir orðinu vistvænn. Til dæmis að í dag er almennt notað mun minna af köfnunarefni á tún og grænmeti en miðað er við í reglugerðinni. „Ég held að það verði að segjast eins og er að þessi reglugerð er komin vel til ára sinna. Staðan núna er sú að annaðhvort þurfum við að fara yfir þetta og gefa reglugerðina út að nýju og koma því eftirliti á sem eðlilegast er eða þá að velta því fyrir okkur að fella reglugerðina á brott.“ Hann segir íslenskan landbúnað almennt góðan. „En það er ekki forsvaranlegt að halda því fram að sextán ára gamlir staðlar séu vistvænir að öllu óbreyttu og án þess að það sé skoðað.“
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira