Ráðherra segir óeðlilegt að nota óvottað merki Snærós Sindradóttir skrifar 28. júní 2014 00:01 Sigurður Ingi Jóhannsson „Þeir geta haldið því fram að þeir séu með vistvæna framleiðslu en þeir hafa engan opinberan stuðning við að svo sé á meðan ekkert eftirlit er fyrir hendi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.Í Fréttablaðinu í gær kom fram að nær allt íslenskt grænmeti væri merkt vottuninni Vistvæn landbúnaðarafurð sem lítið sem ekkert eftirlit hefur verið með frá árinu 2002. Dæmi eru um að garðyrkjubændur sem nota merkinguna hafi aldrei fengið vottun. „Þeir hljóta að þurfa að spyrja sig að því hvort það sé ekki óeðlilegt að nota eitthvað sem ekki er vottað af neinum opinberum aðila,“ segir Sigurður.Gott er að borða gulræturnar Grænmetisbændur nota marklausa merkingu á vörur sínar. Fram hefur komið gagnrýni sem segir að verið sé að blekkja neytendur. Fréttablaðið/Haraldur Reglugerð um vistvænan landbúnað var gefin út árið 1998. Búnaðarsambönd landsins áttu að annast eftirlit með þeim búum sem fylgdu vistvænum skilyrðum en ráðuneytið átti að annast vottunina. Samkvæmt henni má enginn nota merkið Vistvæn landbúnaðarafurð nema hafa fengið vottun frá ráðuneytinu. „Það má alveg velta því fyrir sér hvort þetta hugtak standi fyrir nokkuð annað en bara hefðbundinn landbúnað,“ segir Sigurður. Reglugerðin þykir ekki gera nægilega strangar kröfur til að standa undir orðinu vistvænn. Til dæmis að í dag er almennt notað mun minna af köfnunarefni á tún og grænmeti en miðað er við í reglugerðinni. „Ég held að það verði að segjast eins og er að þessi reglugerð er komin vel til ára sinna. Staðan núna er sú að annaðhvort þurfum við að fara yfir þetta og gefa reglugerðina út að nýju og koma því eftirliti á sem eðlilegast er eða þá að velta því fyrir okkur að fella reglugerðina á brott.“ Hann segir íslenskan landbúnað almennt góðan. „En það er ekki forsvaranlegt að halda því fram að sextán ára gamlir staðlar séu vistvænir að öllu óbreyttu og án þess að það sé skoðað.“ Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
„Þeir geta haldið því fram að þeir séu með vistvæna framleiðslu en þeir hafa engan opinberan stuðning við að svo sé á meðan ekkert eftirlit er fyrir hendi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.Í Fréttablaðinu í gær kom fram að nær allt íslenskt grænmeti væri merkt vottuninni Vistvæn landbúnaðarafurð sem lítið sem ekkert eftirlit hefur verið með frá árinu 2002. Dæmi eru um að garðyrkjubændur sem nota merkinguna hafi aldrei fengið vottun. „Þeir hljóta að þurfa að spyrja sig að því hvort það sé ekki óeðlilegt að nota eitthvað sem ekki er vottað af neinum opinberum aðila,“ segir Sigurður.Gott er að borða gulræturnar Grænmetisbændur nota marklausa merkingu á vörur sínar. Fram hefur komið gagnrýni sem segir að verið sé að blekkja neytendur. Fréttablaðið/Haraldur Reglugerð um vistvænan landbúnað var gefin út árið 1998. Búnaðarsambönd landsins áttu að annast eftirlit með þeim búum sem fylgdu vistvænum skilyrðum en ráðuneytið átti að annast vottunina. Samkvæmt henni má enginn nota merkið Vistvæn landbúnaðarafurð nema hafa fengið vottun frá ráðuneytinu. „Það má alveg velta því fyrir sér hvort þetta hugtak standi fyrir nokkuð annað en bara hefðbundinn landbúnað,“ segir Sigurður. Reglugerðin þykir ekki gera nægilega strangar kröfur til að standa undir orðinu vistvænn. Til dæmis að í dag er almennt notað mun minna af köfnunarefni á tún og grænmeti en miðað er við í reglugerðinni. „Ég held að það verði að segjast eins og er að þessi reglugerð er komin vel til ára sinna. Staðan núna er sú að annaðhvort þurfum við að fara yfir þetta og gefa reglugerðina út að nýju og koma því eftirliti á sem eðlilegast er eða þá að velta því fyrir okkur að fella reglugerðina á brott.“ Hann segir íslenskan landbúnað almennt góðan. „En það er ekki forsvaranlegt að halda því fram að sextán ára gamlir staðlar séu vistvænir að öllu óbreyttu og án þess að það sé skoðað.“
Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira