Lífið

Hamingja og bros eru betra en allar snyrtivörur

Marín Manda skrifar
Kristrún Ösp Barkardóttir
Kristrún Ösp Barkardóttir
Lífið fékk að kíkja í snyrtibudduna hjá Kristrúnu Ösp Barkardóttur.



„Mér finnst nauðsynlegt að augabrúnirnar séu fallegar og almennt góð umhirða um húðina þannig að hún sé hrein og falleg. Það finnst mér algjör undirstaða til að líta vel út og svo er hamingja og bros á vör eitthvað sem má taka fram yfir allar frábæru snyrtivörurnar sem til eru,“ segir Kristrún Ösp Barkardóttir.



Sensei Silk hreinsikrem og andlitskrem frá Kanebo.

Hreinsar vel húðina og gerir hana silkimjúka. Kremið er svo einstaklega gott, það er þunnt og þornar fljótt, húðin verður mjúk og ekkert feit af.

Estée Lauder – Double Wear meik

Þetta meik er það besta sem ég hef prófað, það er lyginni líkast hvað það helst vel og óbreytt á, húðin verður jöfn og falleg með réttum lit. Mitt markmið með meiki er að hylja roða og annað í húðinni en samt að andlitið haldist sem náttúrulegast. Þetta meik uppfyllir kröfur mínar eftir langa leit að því sem hentar vel.

Kinnalitur frá Smashbox

Þennan fékk ég nýlega í gjöf frá systur minni og hef verið háð honum síðan, liturinn er fallega bleikur og sanseraður þannig að hann virkar eins og það sé highlighter í honum. Ýkir kinnbeinin og gefur náttúrulegan blæ. 

True Match hyljari frá L’Oréal

Þessi hyljari er ótrúlega góður, ég set smá undir augun og þau svæði sem ég vil fá ljósari, hyljarinn heitir True Match og fer vel með meikinu sem ég nota.

Ég kaupi lit nr. 1 og er hann því þó nokkuð ljós.

Maskari frá Dior

Maskarinn er einstaklega góður og endist fallega út daginn, hann molnar ekki af augnhárunum og smitast ekki, hann lengir og þykkir hárin. Ég nota augnhárauppbrettara með.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.