Lífið

Villtur tískuhreintarfur

Marín Manda skrifar
Andrea Magnúsdóttir og Ólafur Ólason að leggja lokahönd á hreindýrið sem átti eftir að fá gullhornin.
Andrea Magnúsdóttir og Ólafur Ólason að leggja lokahönd á hreindýrið sem átti eftir að fá gullhornin.
Andrea Magnúsdóttir og eiginmaðurinn Ólafur Ólason taka þátt í hreindýrasýningu í Hörpu.

„Hausinn er gulllitaður í stíl við okkar fyrstu skartgripalínu sem er öll úr gulli. Hreindýrið okkar er svolítið villt og veit ekki alveg hvort það vill vera sebri, tískuskvísa eða eitthvað annað,“ segir Andrea Magnúsdóttir hlæjandi.

„Við ákváðum að sauma utan um það, klæða það í íslenska ull og vildum hafa það svolítið í stíl við sumarlínuna okkar því ég er fatahönnuður og maðurinn minn er grafískur hönnuður sem teiknaði öll printin í línunni,“ segir Andrea sem nú hefur hannað hreindýr ásamt eiginmanni sínum, Ólafi Ólasyni.

Þau taka þátt í hreindýrasýningunni Wild Reindeer of Iceland sem verður opnuð í Hörpu þriðjudaginn 1. júlí. Harpa Einarsdóttir, Hjalti Parelius og Sylvía Dögg eru einnig meðal þeirra tíu listamanna sem fengnir voru til þátttöku í viðburðinum.

„Þetta var rosalega skemmtilegt verkefni og við hjónin vinnum mjög vel saman. Ég er pínuvel gift og við erum vön að vinna saman. Hann sér um allan rekstur á AndreA Boutique og ég veit í rauninni ekki hvernig ég færi að án hans.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.