Tölvuleikjatónlist fæðist í rauntíma Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. júní 2014 13:30 Dr. Kjartan Ólafsson prófessor er að gera góða hluti. Vísir/Valli „Þetta er í fyrsta sinn sem þetta hefur verið mögulegt og með þessu opnast tækifæri á að gera tónlist í tölvuleikjum og sýndarveruleika almennt samofna atburðum og umhverfi í sýndarveruleika sem eykur áhrifamátt og fagleg gæði tónlistar í tölvuleikjum,“ segir doktor Kjartan Ólafsson prófessor en hann hefur ásamt Jóni Halli Haraldssyni unnið að því að tengja rauntímatónsmíðaforrit sem byggist á gervigreind inn í þetta umhverfi tölvuleikja. Kjartan er prófessor og fagstjóri í tónsmíðum við LHÍ en verkefnið vann hann með Jóni Halli, sem vann það sem lokaverkefni úr kerfisfræði við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík en Jón Hallur er einnig starfsmaður CCP og hefur samið tónlist fyrir CCP, meðal annars við tölvuleikinn EVE Online. Verkefni þeirra félaga fólst í því að yfirfæra tónsmíðaforritið CALMUS, sem er hannað til að semja tónlist fyrir hefðbundin hljóðfæri og sinfóníuhljómsveitir, yfir í rauntímatónsmíðaforrit fyrir tölvuleiki. „Calmus er forrit sem ég byrjaði að hanna þegar ég var í doktorsnámi við Sibeliusarakademíuna í Finnland árið 1988. Ég hef síðan þá verið að semja tónlist í gegnum forritið sem byggist á gervigreind,“ bætir Kjartan við. Hann segir það talsvert flókið ferli að þýða tónsmíðaforritið en nú virkar það þannig að persónur, atburðir og umhverfi í tölvuleikjum geta stýrt samningu tónlistar fyrir það sem gerist í leiknum um leið og hann er spilaður. „Tölvuleikjaiðnaðurinn er orðinn stærri en kvikmyndaiðnaðurinn og tónlistariðnaðurinn í heiminum samanlagt þannig að með þessu opnast ótal möguleikar til þróunar, markaðssetningar og sölu á CALMUS innan ört vaxandi sýndarveruleika samtímans,“ segir Kjartan. Nemendur úr þremur háskólum komu að verkefninu í samvinnu við sprotafyrirtækið ErkiTónlist sf. sem er í eigu Kjartans, en það hefur haldið utan um þróun á tónsmíðaforritinu undanfarin 20 ár. Haukur Ísfeld, nemi í rafmagnsverkfræði við Háskóla Íslands, hefur notið styrkja hjá Nýsköpunarsjóði námsmanna undafarin tvö ár til að vinna sérstakt grafískt nótnaskriftarforrit fyrir CALMUS, auk Baldurs Baldurssonar sem útskrifaðist fyrir skömmu frá Listaháskólanum með meistarapróf með sérhæfingu í tónlist í tölvuleikjum. Tækniþróunarsjóður Íslands hefur styrkt þetta verkefni. „Það er mjög jákvætt að háskólar hér á landi geti tengst einu slíku verkefni eins og þessu í gegnum sprotafyrirtæki,“ bætir Kjartan við. Næstu skref eru að tengja hina ýmsu karaktera og umhverfið við forritið sem semur þá tónlist út frá þeim skilaboðum sem karakterar, umhverfi og atburðir senda frá sér í Wwise, sem er tónlistarspilari sem notaður er í flestum leikjum í dag. gunnarleo@frettabladid.is Mest lesið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Fleiri fréttir Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Sjá meira
„Þetta er í fyrsta sinn sem þetta hefur verið mögulegt og með þessu opnast tækifæri á að gera tónlist í tölvuleikjum og sýndarveruleika almennt samofna atburðum og umhverfi í sýndarveruleika sem eykur áhrifamátt og fagleg gæði tónlistar í tölvuleikjum,“ segir doktor Kjartan Ólafsson prófessor en hann hefur ásamt Jóni Halli Haraldssyni unnið að því að tengja rauntímatónsmíðaforrit sem byggist á gervigreind inn í þetta umhverfi tölvuleikja. Kjartan er prófessor og fagstjóri í tónsmíðum við LHÍ en verkefnið vann hann með Jóni Halli, sem vann það sem lokaverkefni úr kerfisfræði við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík en Jón Hallur er einnig starfsmaður CCP og hefur samið tónlist fyrir CCP, meðal annars við tölvuleikinn EVE Online. Verkefni þeirra félaga fólst í því að yfirfæra tónsmíðaforritið CALMUS, sem er hannað til að semja tónlist fyrir hefðbundin hljóðfæri og sinfóníuhljómsveitir, yfir í rauntímatónsmíðaforrit fyrir tölvuleiki. „Calmus er forrit sem ég byrjaði að hanna þegar ég var í doktorsnámi við Sibeliusarakademíuna í Finnland árið 1988. Ég hef síðan þá verið að semja tónlist í gegnum forritið sem byggist á gervigreind,“ bætir Kjartan við. Hann segir það talsvert flókið ferli að þýða tónsmíðaforritið en nú virkar það þannig að persónur, atburðir og umhverfi í tölvuleikjum geta stýrt samningu tónlistar fyrir það sem gerist í leiknum um leið og hann er spilaður. „Tölvuleikjaiðnaðurinn er orðinn stærri en kvikmyndaiðnaðurinn og tónlistariðnaðurinn í heiminum samanlagt þannig að með þessu opnast ótal möguleikar til þróunar, markaðssetningar og sölu á CALMUS innan ört vaxandi sýndarveruleika samtímans,“ segir Kjartan. Nemendur úr þremur háskólum komu að verkefninu í samvinnu við sprotafyrirtækið ErkiTónlist sf. sem er í eigu Kjartans, en það hefur haldið utan um þróun á tónsmíðaforritinu undanfarin 20 ár. Haukur Ísfeld, nemi í rafmagnsverkfræði við Háskóla Íslands, hefur notið styrkja hjá Nýsköpunarsjóði námsmanna undafarin tvö ár til að vinna sérstakt grafískt nótnaskriftarforrit fyrir CALMUS, auk Baldurs Baldurssonar sem útskrifaðist fyrir skömmu frá Listaháskólanum með meistarapróf með sérhæfingu í tónlist í tölvuleikjum. Tækniþróunarsjóður Íslands hefur styrkt þetta verkefni. „Það er mjög jákvætt að háskólar hér á landi geti tengst einu slíku verkefni eins og þessu í gegnum sprotafyrirtæki,“ bætir Kjartan við. Næstu skref eru að tengja hina ýmsu karaktera og umhverfið við forritið sem semur þá tónlist út frá þeim skilaboðum sem karakterar, umhverfi og atburðir senda frá sér í Wwise, sem er tónlistarspilari sem notaður er í flestum leikjum í dag. gunnarleo@frettabladid.is
Mest lesið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Fleiri fréttir Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Sjá meira