Lífið

Ingó er mínútumaðurinn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Vilhelm
Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, er kynnir í nýjum skemmtiþætti, Minute to Win It, sem sýndur verður á SkjáEinum í haust og er framleiddur af Sagafilm. Tökur á þáttunum hófust á mánudag og standa út þessa viku.

Minute to Win It er svokallaður „format“-þáttur sem var upprunalega frumsýndur á sjónvarpsstöðinni NBC í Bandaríkjunum í mars árið 2010.

Bandaríski þátturinn hefur verið sýndur á SkjáEinum en í honum þurfa keppendur að ljúka ýmsum þrautum á aðeins einni mínútu og geta unnið til peningaverðlauna ef þeir eru snöggir.

Ísland er langt frá því að vera fyrsta landið til að endurgera þættina en meira en fimmtíu lönd hafa gert sína útgáfu af þáttunum, þar á meðal Albanía, Belgía, Ástralía, Danmörk, Finnland, Þýskaland og Frakkland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.