Lífið

Jóga frekar en eiturlyf

Ellie Goulding dásamar Jóga.
Ellie Goulding dásamar Jóga. Vísir/Getty
Söngkonan Ellie Goulding segist iðka jóga í stað þess að nota eiturlyf. Breski söngfuglinn segist vera háð jóga og það líði ekki sá dagur að hún taki ekki eina jógaæfingu.

„Það má segja að ég fari í vímu þegar ég iðka jóga. Fólk skilur ekki að það er í raun alveg stórkostlegt eiturlyf sem inniheldur ekkert ólöglegt efni. Líkamsrækt er stór hluti af lífi mínu og ég verð að æfa á hverjum degi því það hefur áhrif á andlegu líðan mína.“

Goulding er rísandi stjarna og er 27 ára gömul en hún fór í meðferð við áfengis- og eiturlyfjafíkn sinni árið 2011.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.