Lífið

Sátu að sumbli saman

Tom Cruise og David Beckham voru í góðu stuði saman á mánudagskvöldið.
Tom Cruise og David Beckham voru í góðu stuði saman á mánudagskvöldið. Vísir/Getty
Gestir barsins The Cow í Notting Hill-hverfinu í London ráku upp stór augu á mánudagskvöldið þegar stórstjörnurnar Tom Cruise og David Beckham heiðruðu með nærveru sinni.

Cruise og Beckham sátu tveir saman að sumbli, drukku bæði vínflösku og bjór að sögn sjónarvotta. Gestir voru duglegir að birta myndir og setja statusa á Twitter um heimsókn Beckham og Cruise enda ekki á hverjum degi sem skálað er við stórstjörnur.

Félagarnir hafa verið vinir síðan 2003 og voru duglegir að hittast þegar knattspyrnuhetjan bjó í Los Angeles.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.